
MAST á Selfossi
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Matvælastofnun varar við notkun á neðangreindum framleiðslulotum af pitsusósum frá Mjólkursamlagi KS, Sauðárkróki, vegna þess að gerjun á sér stað eftir framleiðslu, sem veldur því að flöskur bólgna og geta sprungið. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar í samráði við Matvælastofnun.
Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu (lotunúmeri) er bent á að þeir geti skilað vörunni í þá verslun sem hún var keypt í, eða snúið sér til Vogabæjar, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík eða Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki.
Vörumerki: IKEA Pizzasósa, Bónus Pítsasósa og E.Finnson Pizzasósa
- Geymsluskilyrði: Kælivara eftir opnun
- Rekjanleiki/Geymsluþol:
- IKEA 25-1847 bf. 05-06-2026
- IKEA 25-1690 bf. 11-05-2026
- Bónus 25-1208 bf. 22-05-2026
- E. Finnson 25-1615 bf. 02-07-2026
- Strikamerki:
- Ikea 5694310541169
- Bónus 5690575211755
- E.Finnsson 5690575211403
- Framleiðandi: Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki
- Dreifing:
IKEA og Bónus.
E.Finnsson: Samkaup, Hlíðarkaup, Fjarðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Meginfélag Búnaðarmanna – Færeyjar

Mynd: Samsett
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment