
Skordýr fundust í matvælum í matvöruverslun í Breiðholtinu og grunur er um að vörum hafi verið pakkað í óheilsusamlegum og ólöglegum aðstæðum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði versluninni. Á staðnum virðist sömuleiðis vera rekin hárgreiðslustofa.
Naija Food Market er nígerísk matvöruverslun í Hraunbergi og er rekin samhliða DJQ hárgreiðslustofu. Verslunin var skoðuð af heilbrigðiseftirlitinu eftir að bjöllur fundust í baunum sem þar voru til sölu. Þær voru innfluttar frá Nígeríu. Grunur leikur á að matvælum hafi sömuleiðis verið pakkað hérlendis.
„Við höfum áður þurft að farga matvælum sem voru þarna á staðnum út af svipuðum brotum,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri Matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við RÚV.
Komment