
Þyrla LandhelgisgæslunnarMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan var kölluð út vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði rétt fyrir klukkan eitt. Lögreglan á Norðurlandi vestra óskaði eftir aðstoð þeirra en RÚV greinir frá málinu.
Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrlan kölluð út í mesta forgangi. Hann tekur þó fram að samkvæmt hans upplýsingum sé búið að ná manninum úr ánni.
Lögreglan á Norðurlandi vestra segist ekki geta veitt upplýsingar að svo stöddu fyrir utan að viðbragðsaðilar séu á leiðinni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment