
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið óvinsælli á núverandi kjörtímabili en hann tók við embætti forseta í janúar á þessu ári.
Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum undanfarna daga mælist forsetinn aðeins með 43% fylgi og telja nú fleiri að hann standi sig illa í starfi en að hann standi sig vel í starfi. Trump er þó talsvert vinsælli í dag en Joe Biden, sem var forseti Bandaríkjanna á undan Trump, var þegar hann lét af embætti.
Trump hefur komið miklu í verk á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins og má þar á meðal nefna að setja tolla á flest ríki heimsins, vísað þúsundum innflytjanda úr landi og sagt upp ótal ríkisstarfsmönnum.
Í gær voru haldnir yfir 1000 mótmælafundir gegn Trump, bæði í Bandaríkjunum og í öðrum löndum, og kröfðust mótmælendur þess að hann myndi fylgja lögum og reglum en hann hefur verið gagnrýndur fyrir fara á svig við slíkt á fyrstu dögum sínum í embætti. Á Íslandi voru mótmælin gegn Trump fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna, sem er staðsett í Laugardalnum.
Komment