Sala á Neyðarkalli Landsbjargar hófst í dag en hann heiðrar minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar.
Sigurður lést í hörmulegu slysi við straumvatnsbjörgunaræfingar í Tungufljóti í grennd við Geysi í nóvember í fyrra. Er því Neyðarkallinn í hlutverki straumvatnsbjörgunarkalls. Sigurður var fæddur árið 1988 og var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils.
Í tilkynningu frá Landsbjörg eru landsmenn hvattir til að taka vel á móti sjálfboðaliðum Landsbjargar sem verða um land allt að selja Neyðarkallinn. Sölu á honum lýkur 9. nóvember en allur ágóði á sölunni er notaður til að efla og styrkja björgunarsveitir og slysavarnadeildir landsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment