Þegar Guðmundur Ingi Kristinsson var fyrst kjörinn á Alþingi árið 2017, varð hann fyrir því sem margir með hans bakgrunn þekkja svo vel. Hann þurfti að endurgreiða örorkubæturnar.
„Ég þarf að borga nokkur hundruð þúsund til baka. Allt þetta ár sem ég hef fengið frá þeim,“ sagði Guðmundur Ingi í viðtali þar sem hann furðaði sig á að það væri „verið að lemja á þeim sem síst skyldi sem geta ekki varið sig“.
Nú er Guðmundur Ingi sannarlega ekki í stöðu öryrkja, heldur tekur hann við starfi sem fylgir gríðarlegt álag. Og er launað sem slíkt. Um leið og Guðmundur Ingi verður mennta- og barnamálaráðherra hækka launin hans í 2.487.072 kr. á mánuði, fyrir utan endurgreiðslur. Þar með talið er síma og netkostnaður upp á 131 þúsund krónur á ári, fastur starfskostnaður ríflega 600 þúsund á ári og ýmiss konar ferðakostnaður breytilegur eftir verkefnum.
Varð öryrki eftir bílslys
Guðmundir Ingi Kristinsson fæddist í Reykjavík á Bastilludaginn, 14. júlí 1955. Hann er sonur Kristins Jónssonar og Andreu Guðmundsdóttur. Hann útskrifaðist með gagnfræðipróf frá trésmíðideild Ármúlaskólans 1972 og hélt áfram námi við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík. Störf hóf hann þó í öðrum geira. Hann var lögreglumaður í Grindavík og Keflavík árin 1974 til 1989 og síðar afgreiðslumaður í versluninni Brynju við Laugaveg í 8 ár, en hún selur ýmislegt til viðhalds heimila.
Það var árið 1993 sem líf hans tók breytingum, þegar hann lenti á krossgötum sem leiddu hann á endanum í nýja vegferð. Þá lenti hann í bílslysi. Og eins og hann lýsti í viðtali við DV 2017, lenti hann á biðlista. „Það sem verra var þá lenti ég líka á biðlista. Þegar ég var loksins búinn í aðgerð og var að jafna mig þá fór mjóbakið, þá þurfti ég að fara í aðra aðgerð,“ sagði hann í viðtalinu.
Eftir að …
Komment