
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að lögregla hafi fengið tilkynningar um nokkrar minni háttar líkamsárásir í miðbænum og hafði afskipti af einstaklingum með fíknaefna og vopnalagabrota.
Tilkynnt var um börn að kasta grjóti í bíla í Laugardalnum og við reglubundið eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri reyndi einn ökumaður að stinga lögreglu af. Sá hafði ekki erindi sem erfiði og var fluttur á lögreglustöð í viðeigandi ferli.
Þá var lögregla send á forgangi vegna líkamsárásar þar sem barefli var beitt. Gerandi var farinn af vettvangi en fannst skömmu síðar. Hann var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Afskipti voru höfð af ökumanni sem var með nefið ofan í farsíma sínum við akstur og var málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
Komment