1
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

2
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

3
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

4
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

5
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

6
Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?

7
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

8
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

9
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

10
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Til baka

Orkuveitan hefur umdeildar framkvæmdir

Leyfi fékkst frá Þorlákshöfn til að raska landi undir Hengli. Stefnt að 15 vindmyllum sem fara yfir 200 metra að hæð.

Orkuveitan framkævmdir Dyravegur vindmyllur
Jarðrask nærri HengliOrkuveitan ryður eins kílómetra langan slóða frá Nesjavallavegi í átt að Hengli.
Mynd: Facebook

Orkuveita Reykjavíkur hefur rutt sér leið í gegnum óraskað land á Mosfellsheiði norður af fjallinu Hengli til þess að koma upp 125 metra háu mastri fyrir vindmælingar. Náttúruverndarsinnar gagnrýna framkvæmdirnar, en þær eru aðeins byrjunin, því til stendur að reisa 15 vindmyllur, allt að 210 metra háar, sem sjást munu víða af höfuðborgarsvæðinu, eins og Mannlíf greindi frá.

Framkvæmdin var samþykkt af sveitarfélaginu Ölfusi, þótt framkvæmdasvæðið sé mun nær Reykjavík og Mosfellsbæ heldur en Þorlákshöfn.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, náttúruverndarsinni, ferðafrömuður og höfundur margra bóka um náttúruferðir, gagnrýndi jarðraskið í dag, rétt eins og eiginkona hans, Rósa Sigrún Jónsdóttir, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.

„Svona gengur Orkuveitan um landið á Mosfellsheiði,“ segir Páll Ásgeir. „Þarna mun rísa 120 metra hátt „rannsóknarmastur“ vegna áhuga OR á að reisa vindorkuver skammt frá Dyravegi undir Henglinum,“ segir hann og bætir við. „Framkvæmdaleyfi rann í gegnum sveitarstjórn Ölfus án athugasemda um úttektir eða rannsóknir áður en hafist yrði handa.“

Ölfus veitti framkvæmdaleyfi

Orkuveitan sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Ölfuss í fyrrasumar. Í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss kemur fram að eins kílómetra langur vegaslóði sé ruddur.

„OR sækja um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda og reisingar vindmælingamasturs á sunnanverðri Mosfellsheiði um 1 km sunnan Nesjavallavega, auk aðkomuslóða frá Nesjavallavegi. Mastrið verður 125m hátt og mun að hámarki standa í 2 ár meðan vindmælingar standa yfir,“ segir í fundargerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins samþykkti að veita framkvæmdaleyfið.

Framkvæmdir Ölfus vindorkugarður vindmyllur
Mörk sveitarfélagaFramkvæmdir Orkuveitunnar í tilraunaskyni eru við norðurenda sveitarfélagsins Ölfuss.

Ósáttir náttúruverndarsinnar

Um 40 manna hópur á vegum Landverndar gekk um svæðið í gær. Frömuðir í ferðamennsku og náttúruvernd gagnrýna framkvæmdina harðlega undir færslu Páls Ásgeirs.

„Já, nú er svæðið náttúrulega ekki óraskað,“ segir Teitur Þorkellsson og bætir við: „„Framfaralestin“ brunar.“

Pálmi Gestsson, leikari og Spaugstofumaður, blótar framkvæmdinni. „Helv…fokking fokk, þetta er í bakgarðinum hjá mér. Allt að 210 metra háar, eins háar og þrír Hallgrímskirkjuturnar hver ofan á öðrum. Þessi andsk.. sæist vestur á firði!“

„Þetta er skelfileg framkoma,“ segir Hinrik Ólafsson leikari og leiðsögumaður. „Svei þeim sem stunda svona verknað.“

Steyptur grunnur 30 metrar í þvermál

Orkuveitan lýsti áformum sínum í matsáætlun í mars síðastliðnum. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir steyptum undirstöðum sem við hverja vindmyllu sem ná að hámarki 30 metrum í þvermál og 2 til 3 metrum að dýpt. Lengd spaða verður að hámarki 87,5 metrar. Orkan sem fæst næði allt að 108 megawöttum. Það er rúmlega einn þriðji af orkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar, sem sést frá Hellisheiði, og rétt tæplega jafnmikil orkuframleiðsla og frá Nesjavallavirkjun, sem er austan megin Dyrfjalla frá áformuðu vindorkuveri.

Forsendur Orkuveitunnar fyrir staðarvali voru eftirfarandi: Að „vera í nálægð við þegar röskuð svæði, vera í nálægð við dreifikerfið og starfssvæði Orkuveitunnar, lágmarka áhrif á umhverfi, náttúru og dýralíf og lágmarka sjónræn áhrif við mikilvæg náttúru, ferðamanna- og útivistarsvæði.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín
Heimur

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín

Var handtekinn af lögreglu og færður í varðhald
Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn
Innlent

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur
Pólitík

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur

Rússar drápu tvö börn í Úkraínu í nótt
Heimur

Rússar drápu tvö börn í Úkraínu í nótt

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu
Myndir
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

Fergie mun missa titla sína og heimili
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

Verkaefnastjóri hjá Háskóla Íslands segir gangstéttir vera „snjógeymslusvæði“
Örn dæmdur fyrir 30 þúsund klámfengnar myndir af börnum
Innlent

Örn dæmdur fyrir 30 þúsund klámfengnar myndir af börnum

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn
Innlent

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

Loka auglýsingu