
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Hamdan Ballal var barinn af ísraelskum landnemum í gær og síðan rænt af hermönnum Ísraelshers.
Diana Buttu, palestínskur lögfræðingur og aðgerðasinni, segir að Óskarsverðlaunakvikmyndagerðarmaðurinn Hamdan Ballal muni „fá að kenna á því“ af hendi ísraelska hersins eftir að hermenn námu hann á brott.

Hún sagði að óljóst væri hvort handtaka eins af helstu röddum Palestínumanna myndi vekja meiri athygli á „aðskilnaðarstefnu“ Ísraels á Vesturbakkanum og ofbeldinu í Gaza.
„Ef eitthvað hefur komið í ljós á síðasta einu og hálfu árinu, þá er það að Ísrael getur bókstaflega komist upp með morð. Það hefur komist upp með þjóðarmorð,“ sagði hún í viðtali við Al Jazeera.
„Ég hef því ekki mikla trú á því að Ísraelar muni haga sér á neinn annan hátt.“
Engin samskipti hafa verið við Hamdan og þrjá aðra sem ísraelskir hermenn tóku eftir að þeir voru barðir af grímuklæddum ísraelskum landnema meðan hermenn horfðu á.
Hamdan fékk Óskarsverðlaun á síðustu hátíð fyrir heimildarmyndina No Other Land sem sýnd verður í Bíó Paradís þann 30. mars næstkomandi.
Komment