
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu er greint frá því að nokkuð lítið hafið verið að gera hjá lögreglunni í nótt. Lögregla stöðvaði ökumann við almennt umferðareftirlit og reyndist ökumaðurinn vera án ökuréttinda.
Þá barst lögreglunni tilkynning um óvelkomna aðila í bílakjallara og óskuðust þeir fjarlægðir. Eftir að lögregla hafði rætt við þá fóru þeir sína leið. Þar fyrir utan sinnti lögreglan minni háttar tilkynningum þar sem almennir borgarar fengu aðstoð.
Samkvæmt lögreglu voru fangageymslur hennar tómar í morgunsárið.
Komment