
Pálmi Gestsson tekur upp hanskann fyrir Örnu Magneu Danks, sem birti Facebook-færslu þar sem hún sýnir hatursfullar athugasemdir sem hún hefur fengið á samfélagsmiðlunum en hún ræddi um reynslu sína á samfélagsmiðlum og þeim fordómum sem hún hefur mætt en hún er trans kona í útvarpsviðtali á Bylgjunni.
Leikkonan og kennarinn Arna Magnea Danks skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hún lýsir þeim fordómum sem hún hefur mætt á samfélagsmiðlunum og birtir viðurstyggilegar athugasemdir og segir frá líflátshótunum sem hún hefur fengið í einkaskilaboðum.
Leikarinn og Spaugstofumeðlimurinn Pálmi Gestsson tekur upp hanskann fyrir leikkonunni en hann deildi skjáskotum af þeim viðbjóði sem fólk hefur skrifaði til Örnu Magneu og skrifaði: „Hvílík kolsvört mannvonska!“
Hægt er að sjá færslu Örnu Magneu í heild sinni neðst í fréttinni en hér má sjá örlítið brot af þeim viðurstyggilegu athugasemdum sem skrifaðar hafa verið um Örnu.




Hér má svo sjá færslu Örnu í heild sinni:
Komment