
Ökumenn voru teknir af lögregluSumir voru á óskráðum bílum
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að lögreglu hafi borist tilkynnt um rán og samkvæmt henni er ránið í rannsókn.
Lögregla stöðvaði ökumann við almennt umferðareftirlit og reyndist sá vera ölvaður við akstur. Ökumaðurinn var fluttur á stöð í hefðbundið ferli og svo laus að því loknu.
Ökumaður var stöðvaður í akstri þar sem hann ók án skráningarmerkja. Þá var sá einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkinefna og/eða áfengis. Báðir ökumennirnir látnir lausir eftir blóðsýnatöku.
63 mál voru bókuð í kerfinu og gistu fimm fangageymslu.
Komment