
Til stendur að sundkort sem veita aðgang að sundlaugum Reykjavíkurborgar verði færð yfir á síma en þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Mannlífs. Sú lausn er sem stendur í útboðsferli. Ekki er greint frá því í svarinu hvort það verði eina leiðin til að hafa sundkort eða hvort standi til að bjóða áfram upp á gömlu kortin á sama tíma.
Í svarinu kemur einnig fram að í dag séu 63.694 sundkort í notkun hjá Reykjavíkurborg og innkaupsverð á hverju kort sé rétt rúmar 700 krónur. Borgin selur svo kortin á 975 krónur til fullorðna og 595 krónur. Hægt síðan að fylla á kortin með margvíslegum fjölda sundferða eða mánaða.
„Gestir í sundlaugum árið 2024 voru um 2.2 milljónir og þar af notuðu 1.2 milljónir kort. Aðrir fóru inn með öðrum hætti s.s. börn sem fá frítt, skólasund, í gegnum World Class, gestir á sérstökum viðburðum eða greiða stakan aðgang,“ sagði Jóhanna Garðarsdóttir, deildarstjóri þróunar- og upplýsingamála hjá Reykjavíkurborg, að lokum.
Komment