1
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

2
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

3
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

4
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

5
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

6
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

7
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

8
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

9
Fólk

Linda Ben heiðruð

10
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Til baka

„Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum“

Deildar meiningar eru um laxeldi í sjókvíum

Akureyri
Jana vill vernda og friða EyjafjörðFærir fyrir því nokkur rök

Friðum Eyja­fjörð er yfirskrift greinar sem bæjarfulltrúinn Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar:

„Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði.“

Hún bætir við að „við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn.“

Jana færir í tal að „fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað.“

Hún bendir á að „umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi.“

Jana segir einnig að „reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Sitthvað er að finna líkt og venjulega í mest lesnu dagbók Íslandssögunnar
Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Sitthvað er að finna líkt og venjulega í mest lesnu dagbók Íslandssögunnar
Seðlabankastjóri rannsakaður
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

Loka auglýsingu