
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk en greint er frá því í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Samkvæmt henni hafa viðhorf gagnvart hinsegin fólki eru á mörgum stöðum í heiminum frábrugðin því sem við eigum að venjast á Íslandi. Réttindi hinsegin fólks eru víða ekki virt og samkynja sambönd og samlífi brot samkvæmt lögum í um það bil einu af hverjum þremur ríkjum heims.
„Alvarlegt bakslag hefur átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim, þar á meðal í lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég hef lagt áherslu á að Ísland nýti rödd sína á alþjóðavettvangi til þess að tala fyrir sjálfsögðum réttindum hinsegin fólks líkt og ég gerði þegar ég ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðirnar fyrr á þessu ári,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
„Engin manneskja á að þurfa að lifa í ótta um ofsóknir eða ofbeldi vegna þess hver hún er eða hvernig hún skilgreinir sig. Með þessum leiðbeiningum leitast utanríkisþjónustan við að aðstoða hinsegin fólk við að undirbúa ferðalög sín vel með því að benda á atriði sem vert mikilvægt er að hafa í huga áður en haldið er af stað og á meðan á dvöl stendur.“
Hægt er nálgast leiðbeiningarnar á vef stjórnarráðsins.
Meðal þess sem stendur þar er „Hugið að því hvort skynsamlegt sé að taka með frekari gögn, til dæmis fæðingarvottorð, skjöl sem sanna forræði yfir börnum og leyfi til að ferðast með þau séu ekki báðir forráðamenn (ef við á) að ferðast.“
Þá er fólki ráðlagt að gæta varúðar og vera meðvituð um mögulegar áhættur.
Komment