
Fjármagn fyrir 50 ný stöðugildi hefur verið tryggt innan lögreglunnar að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra.
Samkvæmt ráðherranum er nauðsynlegt að fá fleiri lögreglumenn meðal annars til að glíma við gengjastríða og skipulagða brotastarfsemi.
„Gengi þau eru til á Íslandi. Það er bara staðreynd í málinu og hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Það er fjallað um skipulagða brotastarfsemi alveg sérstaklega í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Og sá veruleiki er meðal annars ástæða þess að við erum að fara í það að efla löggæslu,“ sagði Þorbjörg við RÚV um málið. Hún vill einnig að unnið verði því að fleiri einstaklingar fari í lögreglunám. Þorbjörg segir að um sé að ræða eina mikilvægustu stétt landsins.
„Við erum að stefna að því að tilkynna um þetta fyrr en síðar og vonandi bara á allra næstu dögum til þess að embættin hafi tíma til þess að auglýsa. Þannig að það ætti að geta gerst bara um leið og menn fara í að auglýsa og sækja fólk til starfa,“ sagði hún varðandi hvenær lögreglumennirnir yrðu komnir til starfa en ekki liggur fyrir hvernig fjármagninu verður skipt eftir umdæmum.
Komment