
Heiðrún Lind Marteinsdóttir og félagar í Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa vakið þjóðarathygli með stórri auglýsingaherferð síðustu daga sem beinist gegn áformum ríkisstjórnarinnar um aukin veiðigjöld. Margir kannast við að hafa séð auglýsingarnar, sem snúast um að heimafólk í byggðum þar sem útgerðir standa sterkt sýna mismunandi bæjarbúa og þjónustu og segja svo: Við lifum öll á sjávarútvegi.
Venjulega þurfa fyrirtæki að skrásetja slíkar auglýsingar sérstaklega, þar sem gerð er tilraun til að hafa áhrif á samfélagsmál. Eru auglýsingar þá merktar „Social Issues, Elections or Politics,“ eða samfélagsmál, stjórnmál eða kosningar, sem er ætlað að tryggja gagnsæi um stjórnmálaáróður og kostnaðinn við hann. Samtök útgerðarmanna virðast hins vegar fundið smugu fram hjá reglunum.
Komment