
KramatorskÁrás þann 25. febrúar síðastliðinn skyldi eftir sig sviðna jörð.
Kramatorsk, borg í Donetsk-héraði í Úkraínu, varð aðsetur svæðisstjórnar eftir að rússnesk-studdar aðskilnaðarsveitir hertóku borgina Donetsk árið 2014. Frá fyrstu dögum innrásarinnar hefur þessi víglínuborg orðið fyrir nær samfelldum sprengjuárásum.
Það hefur þó ekki aftrað rússneska ríkisfyrirtækinu Dom.RF, sem hefur umsjón með svokölluðu „fjölskyldulánakerfi“ Rússlands, frá því að setja Kramatorsk á lista yfir borgir þar sem Rússar geti keypt sér aðra fasteign á hagstæðum kjörum.
Meduza birti í dag ljósmyndir sem sýna afleiðingar rússneskra loftárása á Kramatorsk, teknar á tímabilinu frá febrúar til apríl 2025. Hér má sjá nokkrar þeirra.

KramatorskGreinileg ummerki eftir sprengjuárásir Rússa.

KramatorskÁstandið er erfitt víða í Úkraínu.

Eyðilegging.Hin 54 ára Olena, íbúi Kramatorsk, stendur fyrir utan heimili sitt sem var eyðilagt í árás Rússlandshers 22. mars 2025.
Komment