1
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

2
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

3
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

4
Heimur

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí

5
Innlent

Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni

6
Innlent

Nanna skellihlær að Stefáni Einari

7
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

8
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

9
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

10
Heimur

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu

Til baka

Safnaði nægum pening til að hjálpa 30 fjölskyldum á Gaza

„Ég get eiginlega ekki lýst því hversu þakklát ég er.“

Eyrún Björk
Eyrún Björk JóhannsdóttirAustfirska flugfreyjan hljóp heila 67 kílómetra til að safna fyrir Gaza-búum.
Mynd: Facebook

Eyrún Björk Jóhannsdóttir gerði sér lítið fyrir og safnaði rétt rúmri milljón krónum þegar hún hljóp Bakgarðshlaupið á dögunum. Hljóp hún hvorki meira né minna en 67 kílómetra.

Að sögn Eyrúnar Bjarkar, flugfreyju og aðgerðarsinna, hefur sú upphæð sem safnaðist til stuðnings fjölskyldum á Gaza, nú verið komið í hendurnar á 30 fjölskyldum. Eyrún sagði frá þessu á Facebook en hún segir að allar fjölskyldurnar 30, séu fjölskyldur sem búið er að staðfesta að búi við hörmulegar aðstæður.

„Þessir peningar nýttust þessum fjölskyldum vel og eru jafnvel enn að nýtast. Sumir eru í betri aðstöðu en aðrir, aðrir hafa neyðst til að yfirgefa tjöld sín enn einu sinni og fara út í óvissuna með ekkert á bakinu, til að bjarga börnunum sínum. Allir eru enn í sárri neyð og þurfa enn okkar stuðning.“

Í samtali við Mannlíf segist Eyrún Björk að henni hefði ekki dottið í hug að hún gæti safnað svona hárri upphæð en sé þó ekki hissa á því hversu margir vildu styrkja. „Ég var mjög hissa hvað ég náði að safna miklu og mjög þakklát. Ég get eiginlega ekki lýst því hversu þakklát ég er.“

En hvað fékk Eyrúni Björk til þess að byrja söfnunina?

„Ég hef núna verið nokkuð lengi að reyna að gera hvað ég get gert [í sambandi við árásir Ísraela á Gaza], en hver og einn getur bara gert lítið. Ég vildi bara gera það sem ég gæti til að hjálpa þessu fólki við þessar hörmulegu aðstæður. En já, ég er hissa en samt ekki hissa á stuðningnum því ég veit að það er fullt af fólki sem vill hjálpa og finnst þetta auðvitað alveg ömurlegt og vill gera eitthvað en kemur því ekki við í sínu daglega lífi. Og veit í raun ekki hvert það eigi að snúa sér.“

Eyrún Björk segir að fólki finnist mörgum erfitt að bera sig að ef það vill styðja Gaza-búa beint enda getur það verið nokkuð flókið og svo hafa svikahrappar einnig nýtt sér ástandið.

„Þess vegna hef ég verið að deila á Facebook-síðunni minni hvaða fjáröflunarsíðum fólk getur treyst alveg pottþétt því ég veit að fólk er að fá vinabeiðnir frá fólki en venjulegt fólk hefur ekki burði til að kanna bakgrunn þeirra,“ segir Eyrún Björk og bæti því við að það séu þó nokkrir einstaklingar, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík, sem hafa verið að ræða við fólk í neyð á Gaza í gegnum myndbandssímtöl, til þess að fá staðfestingu á raunverulegri neyð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Gangandi kraftaverk“ eftir fjórða stigs krabbamein
Viðtal
Fólk

„Gangandi kraftaverk“ eftir fjórða stigs krabbamein

Thelma Björk eignaðist barn með Downs sem varð ljós lífsins.
Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni
Innlent

Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni

Segir Ísland gæti orðið „Puerto Rico norðursins“
Innlent

Segir Ísland gæti orðið „Puerto Rico norðursins“

Ók sendiferðabíl í gegnum hóp mótmælenda
Myndband
Heimur

Ók sendiferðabíl í gegnum hóp mótmælenda

Strictly Come Dancing-stjarna fannst látin á heimili sínu
Heimur

Strictly Come Dancing-stjarna fannst látin á heimili sínu

Finnbogi hefur glímt við svefnvanda alla ævi
Fólk

Finnbogi hefur glímt við svefnvanda alla ævi

Nanna skellihlær að Stefáni Einari
Innlent

Nanna skellihlær að Stefáni Einari

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu
Heimur

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

Ungur mótmælandi í Íran verður tekinn af lífi
Heimur

Ungur mótmælandi í Íran verður tekinn af lífi

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí
Heimur

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu
Myndir
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

Innlent

Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni
Innlent

Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni

„Mamma er alveg skýr í kollinum og enn hún sjálf eins og við þekkjum hana“
Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

Segir Ísland gæti orðið „Puerto Rico norðursins“
Innlent

Segir Ísland gæti orðið „Puerto Rico norðursins“

Nanna skellihlær að Stefáni Einari
Innlent

Nanna skellihlær að Stefáni Einari

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

Loka auglýsingu