1
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

2
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

3
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

4
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

5
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

6
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

7
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

8
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

9
Fólk

Linda Ben heiðruð

10
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Til baka

Samlegðaráhrif af sjónmengun þriggja vindmyllugarða við höfuðborgina

Allt að 210 metra háar vindmyllur eiga að rísa milli Hengilsins og höfuðborgarinnar.

Dyravegur Vindorkugarður
SýnileikiSvæðið sem dökkblár litur þekur á kortinu er þar sem allt að fimmtán vindmyllur sjást, en grænleita svæðið markar sjónarhóla með færri og allt niður í eina vindmyllu.
Mynd: Orkuveitan

Allt að fimmtán nýjar 210 metra háar vindmyllur munu skreyta fjallasýn höfuðborgarbúa ef áform Orkuveitunnar við Hengil verða að veruleika. Nýr vindorkugarður bíður nú umsagna. Hann er hluti af stefnu Orkuveitunnar að vera „aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ með fjölbreyttri orkuöflun. Þetta kemur fram í matsáætlun Orkuveitunnar sem lögð var fram í dag.

Staðsetning fyrirhugaðs vindorkugarðs er við Dyraveg, sem liggur liggur milli Hengils og Grímannsfells. Lega hans er sunnan við en að hluta samsíða Nesjavallaleið, áður en komið er að Dyrafjöllum á leið vestan frá Suðurlandsvegi.

Samlegðaráhrif ásýndar

Við mat á nýja vindmyllugarðinum við Dyraveg verður horft til þess að útsýni og kjörsvæði fugla verði hvort sem er fyrir áhrifum af öðrum vindmyllugörðum sem eru fyrirhugaðir á svæðinu. Það er vindorkugarður Zephyr Iceland á Mosfellsheiði, skammt norðan við, og annar vindorkugarður Orkuveitunnar við Lyklafell, skammt vestan við. Á Lyklafelli

„Í umhverfismati verður umfjöllun um samlegðaráhrif m.t.t. ásýndaráhrifa og áhrifa á fugla með vindorkugarðinum við Dyraveg og öðrum hugsanlegum framkvæmdum á svæðinu,“ segir í skýrslunni.

Fyrirhugað er að taka ljósmyndir frá þekktum útivistarsvæðum til að leiða fram ásýndaráhrifin, til dæmis frá Steini á Esjunni, Helgafelli við Hafnarfjörð, Úlfarsfelli, Þingvöllum, Bláfjöllum og Vörðuskegga í Henglinum.

Átta kílómetrum frá orkuverum

Ástæðan fyrir staðarvali Orkuveitunnar fyrir vindorkugarðinn er nálægð við Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, sem eru í um 8 kílómetra fjarlægð. „... Ásamt því að vera í grennd við Nesjavallaveg, háspennulínur og hitaveitulögnina frá Nesjavöllum. Svæðið er því innan landsvæðis sem almennt telst raskað af mannavöldum, s.s. með sjáanlegum mannvirkjum og í nálægð við dreifiveitur og starfssvæði Orkuveitunnar.“

Vindorkugarðurinn mun að hluta liggja ofan á friðlýstri fornleif, svokölluðum Dyravegi sem liggur að Dyrfjöllum frá Lyklafelli, þar sem annar vindorkugarður Orkuveitunnar er fyrirhugaður. Dyravegur er gömul þjóðleið milli Árnessýslu og höfuðborgarsvæðisins. Þá er nærliggjandi Hengilssvæðið á náttúruminjaskrá.

Mosfellsheiði hýsi þrjá vindorkugarða

Árið 2021 samþykkti Skipulagsstofnun matsáætlun fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði, sem átti að hafa til að bera allt að þrjátíu vindmyllur á 1.310 hektara landsvæði, með allt að 200 megavött í afköstum. Framkvæmdin er á vegum Zephyr Iceland, dótturfélags samnefnds, norsks vindorkufélags.

Árið 2023 lagði Orkuveitan til vindorkuver á Lyklafelli við Orkustofnun. Ákvörðun um hvort til virkjunar komi verður tekin að afloknu lögbundnu ferli í samræmi við lög um rammaáætlun. Verði vindorkukostur felldur í nýtingarflokk rammaáætlunar tekur Orkuveitan næstu skref „með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna, í samráði við nærsamfélagið og í samræmi við eigendastefnu félagsins.“

Sömuleiðis lagði Orkuveitan til vindorkugarð á Lambafelli, vestan við Þrengslaveg.

Í lýsingu Ferðafélags Íslands á Mosfellsheiði, sem segja má að spanni svæði vindorkugarðanna þriggja, segir að svæðið einkennist af grónum hraunum. „Víðfeðmir melar og móar, grashvammar og tjarnir setja einnig sterkan svip á náttúru heiðarinnar.“

Þá er Hengillinn eitt svipsmesta fjallið í fjallahring höfuðborgarsvæðisins og skagar hæst upp í 805 metra hæð við Vörðu-Skegga, hugsanlega innan tíðar með vindmyllur í forgrunni.

Opið er fyrir athugasemdir til 28. apríl.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Sitthvað er að finna líkt og venjulega í mest lesnu dagbók Íslandssögunnar
Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Sitthvað er að finna líkt og venjulega í mest lesnu dagbók Íslandssögunnar
Seðlabankastjóri rannsakaður
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

Loka auglýsingu