
Í dómi sem hefur verið birtur á vef héraðsdómstóla er greint frá því að Sara Kristín Sraidi hafi verið fundin sek fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns.
Samkvæmt dómsskjölum gerðist það 24. ágúst 2024 þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf innandyra í Reykjavík en ekki er sagt nánar frá því.
Leifur Runólfsson lögmaður Söru krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa sem öll verði skilorðsbundin en Sara játaði brot sitt skýlaust. Í dómnum kemur fram að hún hafi gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrot árið 2023.
Hún var dæmd í 30 daga fangelsi en er hann skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hún að greiða 44 þúsund krónur í sakarkostnað. Lögmaður Söru afsalaði sér þóknun fyrir störf sín.
Komment