
Bílinn við hliðina skemmdist líkaÞá brann bústaður í Árbænum
Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Það hefur verið mikið að gera á næturvakt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en greint er frá því í tilkynningu.
Sjúkrabílar fóru í 46 útköll frá kl 19:30 í gærkvöldi og dagvaktin var með um 70 flutninga.
Dælubílar voru einnig á ferðinni í nótt en í Hafnarfirði kviknaði í sendibíl og varð altjón á honum og einngig skemmdist bíll við hliðina á þeim sem brann.
Um klukkan fimm var tilkynnt um eld í gömlum sumabústað við Rauðavatn og var hann alelda við komu fyrsta dælubíls sem kallaði eftir öðrum dælubíl og tankbíl til aðstoðar. Slökkt var í restinni en þakið var fallið og bústaðurinn gjörónýtur.
Komment