
22 vilja verða skrifstofustjóriUnnur Brá á listanum
Nú er ljóst hvaða fólk hefur sótt um að vera skrifstofustjóri Alþingis en alls bárust 22 umsóknir um embættið sem auglýst var 15. mars sl. en umsóknarfrestur rann út 31. mars en greint frá þessu á vef Alþingis.
Margir þekktir einstaklingar eru á listanum eins og til dæmis Kristján Andri Stefánsson sendiherra og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður.
Ragna Árnadóttir lætur af embættinu í sumar en hún hefur verið í því síðustu fimm árin.
Eftirfarandi sóttu um:
- Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri
- Einar Jónsson, sviðsstjóri
- Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri
- Halla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
- Hildur Eva Sigurðardóttir, sviðsstjóri
- Hjörtur Jónsson, viðskiptastjóri
- Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður
- Hörður Ágústsson, sölu- og markaðsstjóri
- Ingvar Þór Sigurðsson, sviðsstjóri
- Jón Bragi Gíslason, lögfræðingur
- Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri
- Kristján Andri Stefánsson, sendiherra
- Kristrún Heimisdóttir, lektor
- Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur
- Sigríður Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður
- Sigríður Lovísa Tómasdóttir, framkvæmdastjóri
- Sverrir Jónsson, sviðsstjóri
- Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur
- Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður
- Þórdís Ósk Helgadóttir, sviðsstjóri
- Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur
Komment