Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands hefur tekið ákvörðun að selja heimili sitt í Breiðholti.
Um er að ræða glæsilegt endaraðhús með aukaíbúð á frábærum útsýnisstað við Vesturberg í Reykjavík. Fimm bílastæði eru á lóðinni fyrir framan húsið. Á neðri hæð er anddyri, gestasnyrting, eldhús og stofur ásamt þvottahúsi. Þar er einnig nýleg stúdíóíbúð með sérinngangi sem hentar vel til útleigu eða fyrir unglinginn.
Eignin er 240.1m² og vill Ásgerður Jóna fá 139.000.000 krónur fyrir heimilið.
Ásgerður hefur vakið athygli fyrir gott starf sitt í Fjölskylduhjálp Íslands í mörg ár en gagnrýnendur hennar segja að hún mismuni fólk eftir þjóðerni. Þá var hún um tíma á Hátekjulistanum svokallaða.










Komment