
Silja Bára Ómarsdóttir var í vikunni kjörin nýr rektor Háskóla Íslands og verður því önnur konan í sögunni til að gegna því embætti. Rætt er innan háskólasamfélagsins að setja þurfi framtíðarframbjóðendum meiri hömlur en gert hefur verið en telja sumir að um dýrustu og hatrömmustu baráttu í sögu skólans hafi verið að ræða. Slíkt sé ekki til að auka virðingu HÍ út á við.
Þá ganga sögusagnir um að kennarar hafi sagt sínum eigin nemendum í kennslustundum hvaða frambjóðanda ætti kjósa þrátt fyrir þann mikla hagsmunaárekstur sem það augljóslega skapar. Mögulega er best fyrir alla sem koma að þessu ferli að stokkað verði upp í hlutunum fyrir næsta kjör. Hugsanlega gæti nýr rektor gæti búið til einhvers konar siðareglur fyrir frambjóðendur áður en allt fer í bál og brand ...
Komment