1
Pólitík

Björn skýtur bylmingsfast á Jens Garðar

2
Innlent

Íris „eltihrellir“ hótaði að myrða blaðamann Heimildarinnar

3
Pólitík

Sigrún segist vera leppur Sósíalistaflokksins

4
Pólitík

Dagur spáir fyrir um næsta forseta Bandaríkjanna

5
Innlent

MAST varar við neyslu á paprikukryddi

6
Innlent

Siðanefnd BÍ skammaði Frosta vegna fréttar um barnaníðing

7
Innlent

Guðmundur Einarsson fallinn frá

8
Heimur

Sjö fundust látin við strendur Grikklands

9
Peningar

Viðskiptaráð segir að búið sé að borga auðlindarentu að fullu

10
Innlent

Kassastarfsmaður vill stjórna dagskrá RÚV

Til baka

Sigrún segist vera leppur Sósíalistaflokksins

Vill losna við ábyrgðina sem hún hefur

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks ÍslandsDeilur innan raða flokksins halda áfram
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

„Ég lít bara á það í dag að ég sé leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Við erum þarna tvær skráðar fyrir Vorstjörnunni, við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna og það er enginn sem vill losa okkur undan þessu með formlegum hætti,“ segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, stjórnarmaður í Vorstjörnunni, í ítarlegu viðtali við Heimildina í blaðinu sem kom út fyrr í dag.

Miklar deilur hafa verið innan flokksins um ýmis málefni eins og Mannlíf hefur fjallað um undanfarið.

Viðtalið við Sigrúnu varpar nýju ljósi á deilurnar innan flokksins og félagsins, sem ber nafnið Vonarstjarnan. Félagið var stofnað utan um húsnæði Sósíalistaflokks Íslands í Bolholti en er einnig styrktarsjóður sem hefur það hlutverk að styðja hin verr settu í að byggja upp og reka hagsmunabaráttu sína.

Sigrún er enn prókúruhafi í Vorstjörnunni en illa gengur fyrir hana að losa sig þaðan þar sem þarf að boða til aðalfundar í félaginu. Sigrún fái hins vegar engar upplýsingar um neitt sem fer fram í félaginu og fái ekki símtöl.

„Löglega er ég ábyrg. Ég er ekki að ásaka neinn um neitt. En þetta er náttúrlega klemma sem ég er í. Það var aldrei ætlunin að vera einhver leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands.“

Sara Stef. Hildardóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, neitar í samtali við Heimidina að eitthvað furðulegt sé í gangi.

Framkvæmdastjórn flokksins skipa: Gunnar Smári Egilsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Kári Jónsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Luciano Dutra, Margrét Pétursdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Sæþór Benjamin Randalsson.


Komment


Frá vettvangi
Heimur

16 ára drengur týndur eftir sundsprett í Lundúnum

Russel Brand
Nærmynd
Fólk

Russel Brand: Frá Hollywood-stjörnu til grunaðs nauðgara

Russel Brand
Fólk

Russel Brand ákærður fyrir nauðganir

09f384e6-97b7-41fa-9404-1109078e8be9
Innlent

Lions styrkir Special Olympics á Íslandi

Kerti
Innlent

Guðmundur Einarsson fallinn frá

meduza
Myndir
Heimur

Rússar bjóða húsnæðislán í úkraínskri borg

MAST
Innlent

MAST varar við neyslu á paprikukryddi