
Sigurður Björnsson, óperusöngvari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er fallinn frá. Hann var 93 ára gamall en Vísir greindi frá andláti hans.
Sigurður fæddist í Hafnarfirði árið 1932 og ólst þar upp. Hann hóf snemma að syngja og leika á hljóðfæri og var meðal annars fyrstur söngnema til þess að ljúka burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hann fór til Þýskalands í meira námi og var svo ráðinn óperusöngvari í Stuttgart árið 1962. Þar kynntist hann Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson, eiginkonu sinni, en þau störfuðu saman í Austurríki og Þýskalandi áður en þau fluttu til Íslands þegar Sigurður tók við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1977.
Þeirri stöðu gegndi hann þar til árið 1990 og komu þau fram í mörgum óperum og tónleikum á Íslandi á sama tíma. Sigurður var einnig um tíma formaður Listahátíðar Reykjavíkur og hlaut fálkaorðuna árið 1990 fyrir störf sín í tónlistarmálum.
Sigurður lætur eftir sig tvö börn.
Komment