
Ásta Fjeldsted getur öðrum fremur fagnað sigri fyrir góðan árangur í Kauphöllinni síðastliðið árið.
Forstjórinn í Festi státar af því að félagið hefur hækkað í virði um 50% á einu ári. Þrátt fyrir hagrænar hamfarir á þessu ári almanaksári stendur það í stað innan 2025. Á sama tíma hefur helsti keppinauturinn, Hagar fallið um 8,5% innan ársins og hækkað um 33% síðustu tólf mánuði.
Þessi árangur næst þrátt fyrir að Festi hafi þurft að greiða 750 milljónir króna í sekt frá Samkeppniseftirlitinu í nóvember í fyrra, enda jókst hagnaður um 42% á fjórða ársfjórðungi í fyrra án sektarinnar.
Eftir sitja hins vegar neytendur og klóra sér í kollinum yfir því að síðasta árið, samhliða samfélagsbaráttu gegn verðbólgu, sé arðvænlegast af öllu í íslensku kauphöllinni að eiga verslanir eins og Krónuna, Elko, Lyfju og N1.
Ásta var ráðin forstjóri Festis í september 2022 eftir að hafa stýrt Krónunni. Nú hefur hún skapað ófáar krónur fyrir hluthafa Festis. Frá því hún var ráðin hefur Festi hækkað um 38,6% í Kauphöllinni en Hagar um 37%. Nú er ársuppgjörs Haga 2024 beðið með eftirvæntingu, en það birtist þriðudaginn 15. apríl.
Komment