
Mögulegir framtíðarnágrannar Konukots hafa engan áhuga á að fá starfsemina í Ármúla en Morgunblaðið greinir frá þessu.
Til hefur staðið að flytja starfsemi Konukots síðan síðasta haust en húsnæði þess þykir ekki henta lengur undir hana. Konukot hefur staðsett í Eskihlíð í tæp 20 ár og auglýsti borgin eftir nýju húsnæði í fyrra. Eftir nokkra leit var tekin ákvörðun um að flytja starfsemina í Ármúla 34 en þurfti málið að fara í grenndarkynningu og þar flækjast málin heldur betur fyrir Konukot.
Meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum er rannsóknarstofa Sameinendar, sem er í næsta húsi. Hefur fyrirtækið áhyggjur að skjólstæðingar Konukots neyti fíkniefna og sýni af sér ógnandi hegðun í nágrenni við Sameind og bent á að aðeins séu 10 metrar á milli inngangs Sameindar og fyrirhugaðs inngangs í Konukot. Þá telja eigendur Ármúla 36 að konurnar muni mögulega sofa og neyta fíkniefna á næsta lausa bletti.
Eigendur sjoppunar Smábitans setja sig einnig á móti Konukoti en Smábitinn er staðsettur á jarðhæð Ármúla 34. Fyrirtækið segir að ef viðskiptavinir þess verði fyrir truflunum muni það fara fram á skaðabætur frá Reykjavíkurborg.
Til stendur að Konukot geti hýst 18 skjólstæðinga samtímis og verður starfsemin á annarri og þriðju hæð.
Komment