Svíþjóð, Noregur og Danmörk munu gefa Úkraínu búnað og skotfæri að verðmæti 500 milljónir dala, samkvæmt nýju fyrirkomulagi sem ætlað er að flýta afhending frá Bandaríkjunum, sagði sænska ríkisstjórnin í dag
Þessi loforð koma í kjölfar tilkynningar frá Hollandi um 577 milljóna dala framlag til að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022.
Líkt og hollenska framlagið verða kaupin framkvæmd samkvæmt fyrirkomulagi sem kallast „Forgangslisti Úkraínu“ (Prioritised Ukraine Requirements List – PURL), sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kynntu í síðasta mánuði.
„Úkraína er ekki aðeins að berjast fyrir eigin öryggi, heldur einnig fyrir okkar öryggi,“ sagði Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi.
„Þess vegna hefur Svíþjóð, ásamt Danmörku og Noregi, samþykkt að leggja sitt af mörkum“ bætti hann við.
Í yfirlýsingu sagði sænska ríkisstjórnin að „stuðningurinn muni fela í sér loftvarnarkerfi, skotfæri og varahluti.“
Þar kom einnig fram að sænska framlagið næmi 275 milljónum dala.
Mark Rutte fagnaði þessari ákvörðun.
„Frá fyrstu dögum innrásar Rússlands hafa Danmörk, Noregur og Svíþjóð sýnt Úkraínu stuðning. Ég hrósa þessum bandalagsríkjunum fyrir skjót viðbrögð við því að hrinda þessu verkefni í framkvæmd,“ sagði Rutte í yfirlýsingu um málið.
Komment