1
Pólitík

„Risa áhyggjuefni fyrir Ísland“

2
Innlent

Skordýr í matnum í verslun í Breiðholti

3
Menning

Þetta eru líklegustu sigurvegarar Eurovision 2025

4
Heimur

Skotmaðurinn í Flórída var barn í forræðisdeilu

5
Fólk

Illugi og Hannes Hólmsteinn ósammála um ágæti Ben Shapiro

6
Innlent

Fimm páskaegg bæta við kílói af fitu

7
Innlent

Anna Sigrún hefur endurheimt hlaupahjól dóttur sinnar

8
Innlent

Úðavopni beitt í slagsmálum í heimahúsi

9
Innlent

Boða mótmæli vegna brottvísunar Oscars

10
Heimur

Frans páfi er látinn

Til baka

Skotmaðurinn í Flórída var barn í forræðisdeilu

„Ég hafði haft áhyggjur af honum,“ segir norsk móðir skotmannsins, sem þurfti að skila barninu til Bandaríkjanna frá Noregi.

Phoenix Ikner
Phoenix IknerBreytti nafninu sínu úr Christian Gunner Eriksen í Phoenix Ikner til að tákna fuglinn fönix sem reist úr öskunni, holdgervingur æsku.
Mynd: Instagram

Maðurinn sem skaut átta manns í Florida State University var norskur að uppruna. Hann hét Christian Gunner Eriksen, þar til hann breytti nafninu í Phoenix Ikner árið 2020. Þannig tók hann eftirnafn föður síns og fornafn sem vísaði til fuglsins Fönix, sem reis upp úr öskunni í grískri goðafræði.

Þegar hann var barn hafði móðir hans verið skikkuð til þess að skila honum til bandarísks föður hans. Hún fór með hann 10 ára gamlan frá Bandaríkjunum til Noregs, gegn vilja föðurins. Móðirin, Anne-Mari, hafði sagst ætla með hann í Disneyland, en flaug með hann til Noregs. Þá hafði faðirinn sakað hana um að hýsa drenginn í óþrifnaði og vanrækja talþjálfun sem hann þurfti á að halda. Hún neitaði því.

Í dómsskjölum er aðstæðum Phoenix, þá Christians, lýst sem svo: „Hann er í miðju stríði“.

Faðir hans og stjúpmóðir, sem kom síðar við sögu, fóru til Noregs á eftir honum og fengu dómsúrskurð um að skila skyldi drengnum aftur til Bandaríkjanna.

Hún fór með hann í flugi frá Noregi til Flórída, þar sem hún var handtekin árið 2015 fyrir barnsrán. Eftir handtökuna var hún dæmd til 200 daga fangelsisvistar og tveggja ára samfélagsvinnu. Eftir það tóku við tvö ár til viðbótar á reynslulausn. Henni var skipað að eiga engin samskipti við son sinn, kennara hans, lækna eða ráðgjafa, án sérstaks dómsúrksurðar. Tveimur árum eftir að Anne-Mari sneri aftur til Bandaríkjanna með son sinn var barnsföðurnum dæmt fullt forræði.

Eftir skotárásina lýsti hún foreldrafirringu í viðtali við útvarpsstöð á svæðinu. „Ég var firrt frá honum,“ segir Anne-Mari Eriksen í viðtalinu, sem hafði ekki hitt hann í nokkur ár. „Ég hafði haft áhyggjur af honum, en mig hefði aldrei grunað þetta.“

„Andlega þroskaður ungur maður“

Það var síðan fimm árum eftir lendingu í Tallahassee sem Christian Gunner steig fram fyrir dómara og bað um að fá nafni sínu breytt. Hann heillaði dómarann, íklæddur varaliðsbúningi sjóhersins. Að mati dómarans var hann „andlega, tilfinningalega og líkamlega þroskaður ungur maður, sem var mjög mælskur, nokkuð gáfaður og kurteis“. Þá sagði dómari að hans fyrra, norska nafn væri „stöðug áminning um harmleikinn sem hann gekk í gegnum árið 2015“ og um „móður sem hann hafði ekki hitt eða talað við frá árinu 2015.“ Nafnabreytingin yfir í tilvísun til fuglsins Fönix, myndi þannig hjálpa honum að „takast á við þessa atburði fortíðar“.

Eftir skotárásina kvartaði Anne-Mari yfir því að faðir hans svaraði ekki þegar hún skrifaði til hans og spurði „hvort allt sé í lagi með son minn, sem gengur í Háskólann í Flórída“.

Trumpisti með kynþáttahyggju

Sjálfsmynd Phoenix Ikner

Fyrir einhverjum var hann þekktur sem „venjulegur háskólagaur“. En aðrir höfðu heyrt hann flagga kynþáttahyggju og stuðningi sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann tók þátt í rökræðukeppnum. Einn meðlimur í rökræðuliðinu sagði að Phoenix hafi „haft uppi svo mikla kynþáttahyggju og öfga-hægri orðræðu“. Forseti rökræðuklúbbsins lýsti því sama og segir Phoenix hafa lýst stuðningi við stefnu Donalds Trump. Margir í liðinu grunuðu hann um að vera fasista. Hann hafi dansað á línunni í umræðum í klúbbnum og farið yfir strikið í umræðum eftir rökræðufundina.

Hann var á þeirri skoðun að Rosa Parks hefði haft rangt fyrir sér, þegar hún settist fremst í strætisvagn og rauf þar með reglur um aðskilnað kynþátta. Honum þótti svart fólk „eyðileggja hverfið“ hans. Hann þoldi ekki mótmæli með málstað Palestínumanna eða Black Lives Matter, en varði notkun nasískra tákna.

Rekinn úr ræðuliðinu

Á endanum var hann beðinn að yfirgefa ræðuklúbbinn. „Hann hafði stöðugt látið fólki líða illa, þannig að sumir hættu að mæta. Það var þá sem við komum að úrslitastund með Phoenix og báðum hann að fara.“

„Ég lenti í rifrildi við hann um hversu ógeðslega hluti hann var að segja,“ sagði Lucas Luzietti, samnemandi hans í stjórnmálafræði, við NBC News. „Hann hæddist að dauða fólks úr minnihlutahópum. Ég man eftir að hafa hugsað að þessi maður ætti ekki að hafa aðgang að skotvopnum. Hvað getur maður gert? Mamma hans var lögga og Flórída hefur ekki öflug lög um flöggun.“

Þannig aflaði Phoenix sér skotvopna. Hann tók byssu stjúpmóður sinnar, sem er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann var með skammbyssu og AR-15 riffil. Síðan settist hann upp í bíl föður síns og ók að háskólanum. Þar drap hann tvo og særði sex. Þeir sem létust voru starfsmenn í skólanum annar af suður-amerískum uppruna, hinn af indverskum. Báðir voru þeir feður sem unnu við matseld í skólanum.


Komment


Hákarl
Myndband
Heimur

Óttast að sundmaður sé látinn eftir hákarlaárás við strendur Ísraels

Linda Ben
Fólk

Linda Ben nýtur lífsins á Kanaríeyjum

AFP__20190725__1J38EW__v1__HighRes__IsraelPolitics
Heimur

Netanyahu breytir Ísrael í „bananalýðveldi“, segir fyrrverandi forsætisráðherra

Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Innlent

Anna Sigrún hefur endurheimt hlaupahjól dóttur sinnar

49290901512_0a22470ac6_k
Fólk

Illugi og Hannes Hólmsteinn ósammála um ágæti Ben Shapiro

AFP__20250421__36Y26FT__v2__HighRes__FilesVaticanReligionPopeObit
Heimur

Helstu tímamót í lífi Frans páfa

Oscar
Innlent

Boða mótmæli vegna brottvísunar Oscars