
Listaverkið Horfur eftir Steinunni Þórarinsdóttur hefur nú verið klætt í nýjan búning.
Svo virðist sem einhvers konar mótmælaaðgerð sé um að ræða en verkið, sem stendur við Vesturgötu 1, hefur verið klætt í einkennisbúning sem konur eru klæddar í í þáttunum The Handsmaid´s Tale sem slógu í gegn árið 2017 ein þeir byggja á samnefndri bók eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood . Þættirnir eiga að gerast í náinni framtíð þar sem Bandaríkin eru búin að breytast í bókstafstrúarlegt einræðisríki þar sem flestar konur eru neyddar til þess að lifa sem hjákonur ráðamanna og þær neyddar til þess að bera börn þeirra. Allar eru þær klæddar í rauða og hvíta kufla en það er einmitt það sem skúlptúr Steinunnar klæðist nú.
Ekki fylgdi gjörningum nein skilaboð svo vitað sé til en víða um heim hafa verið farnar svokallaðar Handmaid´s Tale mótmælagöngur og hefur einkennisbúningurinn orðið að einhvers konar táknmynd kvennaréttindabaráttuna.
Á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um verkið Horfur: Horfur sýnir mannveru sem stendur ein með höfuðið hneigt niður. Eins og í öðrum verkum Steinunnar ræður líkamsstaða og holning þeirri tilfinningu sem vegfarendur skynja, fremur en andlitsdrættir. Verkin líkjast ekki einstökum manneskjum heldur hugmynd um mann sem gæti þá verið maður sjálfur, listamaðurinn eða mannkynið í heild.
Komment