
Veðrið verður hreint ágættVæta víða um land
Mynd: Víkingur
Það verður suðaustan og austan átt í dag og verður vindur á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu.
Það er lægð sem þokast vestur skammt suður af landinu og veldur lægðin nokkuð mikilli rigningu víða; einkum á Suðausturlandi.
Fyrir norðan og austan styttir upp með morgninum, en á morgun er reiknað með austlægari vindi; kaldi eða stinningskaldi syðst en yfirleitt hægari vindur annars staðar.
Það verður skýjað og nokkur væta um landið austanvert; skýjað með köflum vestantil á landinu og skúrir hér og þar og hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment