
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er sagt frá því að hún hafi fengið tilkynningu um óvelkominn einstakling í verslunarmiðstöð og vísaði honum á brott.
Tilkynnt var um að minnsta kosti þrjár líkamsárásir að sögn lögreglu en miðað við þær upplýsingar sem hún veitir var ekki neinn handtekinn. En það voru tveir handteknir fyrir slagsmál en þeir voru látnir lausir eftir skýrslutöku.
Lögreglan fékk tilkynningu um mögulega ölvaðan ökumann en þegar hún fann bílinn var hann mannlaus. Lögreglan fékk einnig tilkynningu um ofurölvi ungmenn sem lágu í grasi og er tekið fram að það hafi verið utandyra. Það er hins vegar ekki sagt frá hvernig tekið hafi verið á því máli.
Hnífamaður var handtekinn en ekki eru fleiri upplýsingar veittar um það. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum vímuefna.
Síðan fékk lögreglan tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir. Þegar lögreglan mætti á svæðið kom í ljós að þar var matgæðingur á ferðinni sem var að týna sveppi og bláber.
Komment