
Höfð voru afskipti af einstaklingi sem er grunaður um ólöglega dvöl; var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um líkamsárás á skemmtistað og þá var líka tilkynnt um rafhlaupahjólaslys.
Lögreglumenn fundu mikla kannabislykt við eftirlit; þeir gengu á lyktina. Í kjölfarið voru tveir einstaklingar handteknir í kjölfarið og eru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Höfð voru afskipti af einstaklingi og er hann grunaður um vörslu fíkniefna. Þá er einstaklingurinn einnig grunaður um ólöglega dvöl í landinu.
Höfð voru afskipti af ofurölvi einstakling; sá hrækti á lögreglumann og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman og hægt verður að ræða við hann.
Höfð voru afskipti af einstaklingi sem er grunaður um ólöglega dvöl hér á landi; var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Bifreið var stöðvuð og ökumaður grunaður um að hafa ekið á 140 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði við bestu aðstæður er 80 kílómetrar.
Tilkynnt var um einstakling sem sofnaði ölvunarsvefni í strætó; einstaklingurinn var vakinn, og neitaði hann að gefa upp hver hann væri; var hann því tekinn höndum og vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum víman.
Komment