1
Innlent

Svava finnst ekki á Spáni

2
Pólitík

Magnús farinn í veikindaleyfi

3
Innlent

Þóra segir Stefán Einar róta í sorpi

4
Fólk

Hörður segir Megas hafa ítrekað gengið fram af björgum vandlætingamanna

5
Peningar

Sif sektuð um 100 þúsund krónur

6
Heimur

Sérfræðingar vara við nýjum heimsfaraldri

7
Innlent

Atli Fannar segir óþarfi að rífast um „woke“

8
Peningar

Lífeyrissjóðirnir tapað 750 milljörðum á árinu

9
Pólitík

Tengdamamman fyrrverandi fullyrðir að Eiríkur hafi verið 15 ára

10
Skoðun

Þegar mesti málsvari jaðarsettra mætti Trump og Jordan Peterson

Til baka

Sólveig Anna kallar Hallgrím sófa-bardagamann

„En af því að þú kallaðir mig trumpista í gær viltu í dag kalla mig mannhatara“

solveiganna-1200x0-c-default
Sólveig Anna JónsdóttirVerkalýðsforinginn er ósátt við orð rithöfundarins.
Mynd: Efling

Rithöfundurinn og listmálarinn Hallgrímur Helgason lenti saman við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, verkalýðsforingja á Samstöðinni í gær þegar talið barst að vókisma. Þar kallaði rithöfundurinn Sólveigu Önnu Trömpista en baðst síðar í þættinum afsökunar á þeim orðum. Í gærkvöldi skrifaði Hallgrímur svo færslu sem fór öfugt ofan í Sólveigu og stuðningsfólk hennar.

Færsla Hallgríms er eftirfarandi:

„Og ég sem ætlaði að eiga rólegan sunnudag! Svo kallaði Smári mig óvænt inn á síðustu stundu í Syni Egils á Samstöðinni. Enn meira kom á óvart að heyra Sólveigu Önnu í miðjum þætti kalla woke ömurlegt. Ég hljóp á mig og sagði hana tala eins og Trump, en sá samstundis fyrir mér þessa frétt á Vísi, sá eftir T-orðinu og bað hana afsökunar í þættinum.

Í kjölfarið fagna svo verkalýðsforingjanum allir hægridúddarnir á X-inu og Snorri Másson poppar af gleði. Verð að játa að ég sá þessar vendingar ekki fyrir. Hélt að woke væri sjálfsagður hlutur öllu vökulu fólki og velmeinandi. En þarna ná Efling og Miðflokkurinn óvænt saman, sem og Mistflokkurinn í Valhöll.

En við höldum kúrs og lúffum aldrei á mannréttindum allra, hvar í kyni, húðlit, stríðum og óréttlæti sem þau standa. Veljum alltaf mannúð gegn mannhatri!“

Færslan vakti mikla athygli en yfir 100 athugasemdir birtust þar sem fólk ýmist lastaði rithöfundinn fyrir skrifin eða hrósuðu. Sólveig Anna svaraði eftir hádegi í dag og er allt annað en sátt.

„Þú veist vonandi að ég heiti ekki Efling, heldur Sólveig Anna.

En fyrst þú vilt dyggðarskreyta þig með því að láta eins og ég/Efling séum einhverskonar mannhatarar og rasistar þá vil ég segja að það er ömurlegur málflutningur. Mikill woke-botn sem þú ert kominn á með því.“ Þannig hefst svar verkalýðsforingjans en síðan talar hún um frumkvöðlastarf Eflingar:

„Í Eflingu hefur frá því að ég tók við forrystu verið unnið það sem mögulega væri kallað frumkvöðlastarf ef um aðra en okkur væri að ræða, í því að opna félagið fyrir öllu félagsfólki og tryggja að allt fólk sé ekki bara velkomið heldur geti tekið þátt í pólitísku starfi félagsins sem og menningarlegu. Við túlkum alla fundi (höfum fyrir vilja okkar til að tryggja að þau sem ekki skilja íslensku geti tekið þátt stundum verið sökuð um að elska ekki þjóðtunguna). Við þýðum öll gögn. Við birtum allar fréttir á fleiri tungumálum en íslensku. Við erum með stórar samninganefndir mannaðar Eflingarfólki allsstaðar aðkomnu úr heiminum þar sem að allir hjálpast að við að skilja aðstæður. Allar glærur á fundum og námskeiðum eru tvítyngdar (og allt til viðbótar textatúlkað). Allt okkar félags-pólitíska starf gengur útá að Eflingarfólk standi saman - sama hver menningarlegur, trúarlegur eða landafræðilegur bakgrunnur er.“

Þá segir Sólveig Anna að fólk með mjög fjölbreyttan bakgrunn starfi í stjórn Eflingar:

„Í stjórn félagsins er fólk með gríðarlega fjölbreyttan bakgrunn, sama með trúnaðarráð og alla aðra vettvanga okkar. Ég gæti áfram talið upp dæmi um þá höfuðáherslu sem við leggjum á að allt Eflingarfólk sé ávallt velkomið og vel séð í öllu starfi. Þú finnur ekkert annað verkalýðsfélag á þessu landi sem vinnur með sambærilegum hætti, og þó viðar væri leitað. Við vinnum svona af því að við trúum á gildi lýðræðisins og samstöðunnar.“

Lokaorð Sólveigar Önnu eru sterk:

„En af því að þú kallaðir mig trumpista í gær viltu í dag kalla mig mannhatara. Enda mikill mannvinur og réttsýn í einu og öllu - segir þér í það minnsta spegilmyndin. Ég myndi flissa ef að þetta væri ekki svona tremendously sad eins og stundum er sagt.“

Sólveig Anna gerði svo gott betur og birti svar sitt til Hallgríms á Facebook-vegg sínum og kallar hann fyrirsjáanlegan „sófa-bardagamann“:

„Svar mitt við status Hallgríms Helgasonar - þar sem að hann segist hafa beðið mig afsökunar á því að kalla mig Trumpista af því að hann hafi fattað að það kæmi mögulega um það frétt (lol) og kallar mig svo mannhatara. Sófa-bardagamennirnir eru alltaf svo fyrirsjáanlegir - eina bardagalistinn sem þeir kunna er að uppnefna og svívirða þau sem eru þeim ekki þóknanleg, rang-hugsarana. Ef maður mætir þeim í persónu og vill taka slaginn þá fara þeir fyrst í fýlu, verða svo hræddir og finna loksins hugrekkið til að slást þegar þeir eru komnir í skjól heima með lyklaborðið í fanginu. Öruggir í bergmálshellinum sínum.“


Komment


Páskaegg - Nói Siríus
Peningar

Freyju páskaegg hækka mest milli ára

Séra Lilja Kristín
Fólk

Séra Lilja Kristín tekur við íslenska söfnuðinum í Noregi

Dwayne Johnson
Myndband
Heimur

Dwayne Johnson uppfyllti hinstu ósk langveiks drengs

Anna Kristjánsdóttir
Fólk

Anna segir að til séu mörg orð yfir woke-isma á íslensku

Dyraverðir í Indiana
Myndband
Heimur

Dyraverðir gengu í skrokk á manni vegna 8 þúsund króna skuldar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Pólitík

Enginn þorir í Kristrúnu