
Stefán JónssonÁvallt kenndur við hljómsveitina Lúdó
Söngvarinn Stefán Jónsson er látinn. Hann var 82 ára að aldri.
Stefán var af fyrstu kynslóð rokksöngvara Íslands; þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, er hann var iðulega kenndur við.
Stefán fæddist í Reykjavík þann 13. nóvember 1942 og voru foreldrar hans hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir.
Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann og barnabörn þeirra eru tvö.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment