
Mikil umræða hefur farið fram á internetinu undanfarna daga um breska sjónvarpsþáttinn Adolescence en þáttaröðin hefur slegið í gegn hjá mörgum áhorfendum.
Serían, sem var frumsýnd á Netflix í mars, snýst um 13 ára dreng sem grunaður um að hafa myrt bekkjarfélaga sinn. Innblástur seríunnar byggist að hluta til af auknum hnífaárásum meðal ungmenna í Bretlandi. Hins vegar hafa samsæriskenningar sprottið upp á netinu um seríuna og telja sumir netverjar ranglega að þættirnir byggi á stunguárás sem átti sér stað í Southport í Bretlandi síðasta sumar en þar voru þrjár ungar stelpur myrtar. Þeir netverjar hafa sett út á að kynþætti árásarmannsins hafi verið breytt og segja að það sé markvisst verið að mála hvítt fólk sem árásarmenn.
Hins vegar var byrjað að taka upp þáttaröðina áður en stunguárásin í Southport átti sér stað og því auðvelt að afsanna þá kenningu.
Einn þeirra sem setur sig upp á móti þáttaröðinni er verðlaunahöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson en hann segist á Twitter ekki hafa horft á hana vegna þess að hún sé „anti-white“. Stefán Máni er þekktastur fyrir að hafa skrifað bækurnar Svartur á leik og Skipið snemma á 21. öld. Handritshöfundurinn Tómas Jóhannsson lýsti í kjölfarið undrun sinni á skoðun Stefáns Máni og fékk til baka „Fokkaðu þér, aumingi.“ frá Stefáni.
Ég get ekki horft á adolesence vegna þeir eru rasískir (anti-white) https://t.co/kIOn1fpmSP
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) March 31, 2025
Fokkaðu þér, aumingi.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) March 31, 2025
Komment