
Betur fór en á horfðist þegar flugvallarstarfsmaður gerði mistök við að fylla á eldsneyti flugvélar.
Starfsmaðurinn, sem var að fylla á þotu á vegum American Eagle, virðist missa tak á eldneytisslöngunni og sprautaðist eldneyti út um allt í meira en tíu sekúndur en slysið átti sér stað á Dallas Fort-Worth flugvellinum í Texas. Starfsmaðurinn flúði gusuna og reyndi að hreinsa á sér andlitið áður en hann slökkti á þrýstingnum.
American Airlines, sem er móðurfyrirtæki American Eagle, sagði í tilkynningu að fyrirtækið væri að rannsaka atvikið en starfsmenn flugvallarins og Menzies, sem sér um að fylla á flugvélarnar, hreinsuðu svæðið í sameiningu. Ekki liggur fyrir hvort starfsmaðurinn þurfti að leita aðstoðar lækna vegna atviksins.
Menzies hefur ekki viljað tjá sig um slysið hingað til.
Komment