
Kviðdómur í Flórída úrskurðaði á seinastliðin föstudag að Tesla skyldi greiða hundruð milljóna dollara til stefnenda sem kenndu sjálfsstýringabúnað Teslu um banaslys árið 2019.
Kviðdómurinn taldi að kerfi Tesla bæri hluta ábyrgðar á árekstri í Key Largo þar sem Naibel Benavides Leon lést og kærasti hennar, Dillon Angulo, slasaðist, að sögn lögmannsins Darren Jeffrey Rousso, sem starfar hjá lögmannsstofunni sem fór með málið fyrir hönd Angulo og fjölskyldu Leon.
Stefnendur héldu því fram að sjálfsstýringarbúnaðurinn hefði átt sök á því þegar Tesla bifreið í eigu George McGee rakst harkalega á Chevrolet sportjeppa, með þeim afleiðingum að Leon lést og Angulo hlaut alvarleg meiðsli.
Tesla var dæmt að greiða 200 milljónir dala í refsibætur, auk 59 milljóna dala í miskabætur til fjölskyldu Leon og 70 milljóna dala í bætur til Angulo, samkvæmt dómsskjölum.
Þar sem kviðdómurinn taldi Tesla bera þriðjungsábyrgð á slysinu, verða miskabæturnar skertar, segir Rousso, en heildarbætur eftir skerðingu munu nema 242 milljónum dala, sem nemur 29,7 milljarða íslenskra króna.
„Réttlæti var náð fram,“ sagði Rousso. „Kviðdómurinn hlustaði á öll sönnunargögn og kom með sanngjarnan og réttlátan dóm fyrir hönd skjólstæðinga okkar.“
Tesla hyggst áfrýja dómnum, samkvæmt lögfræðingum fyrirtækisins.
„Niðurstaða dagsins er röng og mun aðeins tefja þróun öryggis í bílaumferð og stofna í hættu þeirri viðleitni Tesla og alls iðnaðarins að þróa og innleiða tækni sem getur bjargað mannslífum,“ sagði Tesla í yfirlýsingu frá lögfræðiteymi sínu.
„Sönnunargögn sýna alltaf að ökumaðurinn bar alla ábyrgð, því hann ók of hratt, með fótinn á eldsneytisgjöfinni, sem tók fram yfir stjálfsstýringarbúnaðinn, á meðan ökumaðurinn leitaði að símanum sínum sem hafði fallið, án þess að horfa á veginn,“ sagði Tesla.
„Það skal tekið fram að enginn bíll, hvorki árið 2019 né í dag, hefði komið í veg fyrir þetta slys. Þetta snerist aldrei um sjálfstýringarbúnaðinn.“
Komment