1
Fólk

Heitur Bubbi

2
Innlent

María og Gunnar eiga 28 husky hunda

3
Innlent

Gylfi ver Epstein

4
Fólk

Veitingamaður selur lúxusvillu á Arnarnesi

5
Innlent

Hafnfirðingar toppa Reykvíkinga

6
Innlent

Lúpína innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

7
Innlent

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls

8
Fólk

Játar fordóma gegn hinsegin fólki

9
Minning

Þorvarður Alfonsson er látinn

10
Skoðun

Árangurstengjum laun kennara?

Til baka

Teslur í flestum árekstrum

Tíðar tilkynningar á göllum í sjálfstýringarbúnaði Teslu-bíla

tesla y 2025
TeslaGallar á sjálfstýringarbúnaði gæti legið á bakvið tíðari árekstra bílategundarinnar erlendis.
Mynd: Tesla

Óútskýrð slys og „draugahemlanir“ setja spurningamerki við hversu öruggt er að reiða sig á sjálfsstýringarbúnað og sjálfvirku stýringaraðstoðina í Teslum. Bílar Teslu lenda í flestum árekstrum af öllum öðrum bílategundum í Bandaríkjunum samkvæmt skýrslu sem Forbes greindi frá fyrr á árinu. Af hverjum 1.000 ökumönnum lentu 26,67 ökumenn Teslu-bíla í árekstri árið 2024 samkvæmt skýrslunni. Næstu bílaframleiðendur á eftir Teslu voru Ram með 23,15 ökumenn sem lentu í árekstrum og Subaru með 22,89 af hverjum 1.000.

Skýrslan segir ökumennina sjálfa ástæðuna fyrir þessari háu slysatíðni. Hins vegar virðast tölur frá samgöngustofum bandaríska ríkisins (NHTSA og NTSA) sýna aðra mynd. Frá því að Tesla byrjaði að bjóða upp á sjálfsstýringarbúnað og sjálfvirka stýringaraðstoð í bílunum sínum hafa orðið hundruðir slysa og 51 dauðsfall í tengslum við notkun búnaðarins í Bandaríkjunum.

Margir viðskiptavinir Teslu hafa kvartað undan galla í sjálfvirku stýringaraðstoðinni hjá bílum þeirra. Stjórnendur Teslu höfðu reynt að halda því leyndu en uppljóstrari lak yfirgripsmiklum gögnunum í fjölmiðla árið 2023. Rannsóknarblaðamenn hjá The Guardian hafa verið að greiða úr gögnunum síðan.

The Guardian hefur meðal annars lýst því að 2.400 viðskiptavinir Teslu sendu inn kvartanir vegna óviljandi hröðun bíls við notkun stýringaraðstoðarinnar og yfir 1.500 kvartanir bárust vegna hemlunargalla í búnaðinum. Tæp 400 tilfelli af hemlunargöllunum eru „draugahemlanir“ þar sem bílarnir hemla vegna falskra viðvarana um árekstra. Þessi draugahemlun getur stefnt lífum í hættu ef bíll tekur á því að snarhamla skyndilega á hraðbraut.

Í „Teslu-skjölunum“ eru skráð rúmlega 1.000 árekstrar í tengslum við sjálfstýringarbúnaðinn eða sjálfvirku stýringaraðstoðina. Þar af eru nokkur banaslys þar sem ökumenn voru að nota sjálfstýringarbúnaðinn þegar slysin áttu sér stað og enn er óútskýrt hvað hafi farið úrskeiðis.

Fleiri gallar finnast í búnaði Telsu bílanna sem The Guardian rekur til drauma Elon Musks um að framleiða framúrstefnulega bíla sem kemur oft á kostnað öryggis. Þar á meðal eru nokkur dæmi um dauðsföll ökumanna Teslu-bíla vegna þess að innfelldu handföng bílanna opnuðust ekki eins og á að gerast eftir árekstra. Ekki var hægt að bjarga ökumönnunum úr bílunum vegna gallans sem hefur leitt til nokkurra dauðsfalla.

EuroNCAP árekstursprófar alla nýja bíla á markaði í Evrópu og metur öryggi þeirra. Þar eru allir bílar Teslu með fimm stjörnur af fimm mögulegum í öryggiseinkunn. Þrátt fyrir það voru allir bílar Teslu með sjálfstýringarbúnað innkallaðir í desember árið 2023 fyrir galla í búnaðinum. Tesla segist hafa lagað gallann með uppfærslu á tölvubúnaðinum en slys vegna sjálfstýringarbúnaðarins og sjálfvirku stýringaraðstoðarinnar halda áfram að safnast upp.

Raunin virðist þó önnur á Íslandi, Teslur lenda ekki í fleiri árekstrum en aðrar bílategundir. Í samskiptum Mannlífs við Samgöngustofu Íslands kom í ljós að enginn marktækur munur er á bílategundum þegar kemur að árekstrum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sameinuðu þjóðirnar skipa Ísrael að hætta hernámi á Gaza
Heimur

Sameinuðu þjóðirnar skipa Ísrael að hætta hernámi á Gaza

Nýju áform Netanyahu hefur vakið mikla gagnrýni alþjóðasamfélagsins
Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Eina leiðin til þess að fá ábyrg stjórnmál - Að vera þingmaður 10. kafli

Endaði fullur á bráðamóttökunni
Innlent

Endaði fullur á bráðamóttökunni

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls
Innlent

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls

María og Gunnar eiga 28 husky hunda
Innlent

María og Gunnar eiga 28 husky hunda

Árangurstengjum laun kennara?
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Árangurstengjum laun kennara?

Lúpína innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Innlent

Lúpína innkölluð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Játar fordóma gegn hinsegin fólki
Fólk

Játar fordóma gegn hinsegin fólki

Hafnfirðingar toppa Reykvíkinga
Innlent

Hafnfirðingar toppa Reykvíkinga

Veitingamaður selur lúxusvillu á Arnarnesi
Fólk

Veitingamaður selur lúxusvillu á Arnarnesi

Heimur

Sameinuðu þjóðirnar skipa Ísrael að hætta hernámi á Gaza
Heimur

Sameinuðu þjóðirnar skipa Ísrael að hætta hernámi á Gaza

Nýju áform Netanyahu hefur vakið mikla gagnrýni alþjóðasamfélagsins
Þrjár konur slösuðust í þriggja bíla árekstri á TF-1 hraðbrautinni á Tenerife
Heimur

Þrjár konur slösuðust í þriggja bíla árekstri á TF-1 hraðbrautinni á Tenerife

Tesla greiðir 242 milljónir dala í skaðabætur
Heimur

Tesla greiðir 242 milljónir dala í skaðabætur

Skandinavía mun kaupa vopn fyrir Úkraínu
Heimur

Skandinavía mun kaupa vopn fyrir Úkraínu

Hitabylgju að ljúka hjá Norðurlöndunum
Heimur

Hitabylgju að ljúka hjá Norðurlöndunum

Ástralska lögreglan ásakar Kínverja um njósnir
Heimur

Ástralska lögreglan ásakar Kínverja um njósnir

Loka auglýsingu