
Þegar við ræddum okkar helstu vandamál og lausnir fyrir þingkosningar í nóvember var vitað að allt okkar öryggi ættum við undir manni sem var með ákveðið einræðisplan og eindreginn vilja til að yfirtaka næsta nágrannaland okkar.
„Forsetinn segir að við verðum að fá Grænland ... Við getum ekki bara hunsað langanir forsetans,“ sagði varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, á Grænlandi í gær, þar sem hann kom óvelkominn og stillti sér upp sem verndara landsmanna.
Við þekkjum svona menn. Menn sem skilja ekki nei. Eða öllu heldur, sem vilja ekki skilja nei.
Menn sem grípa það sem þeir vilja. Segjast verða að gera það.
„Við verðum að fá Grænland. Þetta er ekki spurning um hvort við getum verið án þess. Við getum það ekki,“ sagði Bandaríkjaforsetinn um langanir sínar í gær.
Daginn áður sagði hann: „Við verðum að fá það.“
„Við munum passa upp á ykkur“
Þetta eru raunverulegar tilvitnanir í þeirra eigin orð, sem svo margir vilja ekki trúa eða heyra.
Þann 4. mars síðastliðinn stóð Bandaríkjaforseti frammi fyrir hóp fólks og sagði: „Við munum fá það, á einn eða annan hátt." Þau hlógu og klöppuðu. Þessi hópur var bandaríska þingið. Fólkið sem lögum samkvæmt ákveður hvenær lýst er yfir stríði eða ekki. Nema það verði kannski „sérstök hernaðaraðgerð“.
„Ég er með skilaboð til stórfenglegu þjóðarinnar á Grænlandi,“ sagði forsetinn. Varaforsetinn sat við hlið hans og hló að lýsingunni. Því eins og er ljóst bera þeir enga virðingu fyrir öðrum. Þvert á móti hefur mannfyrirlitningin reglulega skinið af þeim. Til dæmis þegar þeir kröfðu leiðtoga stríðshrjáðrar þjóðar um þakklæti, hæddust að honum fyrir klæðaburð og kenndu honum um að hafa orðið fyrir innrás og ekki tekist að semja við árásaraðilann um að hætta.
„Við munum passa upp á ykkur. Við munum gera ykkur rík,“ voru skilaboð Trumps til Grænlendinga.
Alveg …
Komment