1
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

2
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

3
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

4
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

5
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

6
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

7
Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?

8
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

9
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

10
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Til baka

Vilja laxeldi í ósnortnum firði

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á atvinnumálaráðherra að hefja undirbúning að því að leyfi til fiskeldis í Mjóafirði.

Mjóifjörður
Fiskeldi er til umræðuMjófirðingar hafa reynslu af fiskeldi. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar, hvetur ríkið til útgáfu fiskeldisleyfis.
Mynd: Shutterstock

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur skorað á atvinnumálaráðherra að hefja undirbúning að því að leyfi til fiskeldis í Mjóafirði verði boðin út. Til að það gerist þarf að uppfæra núverandi burðarþolsmat.

Formaður bæjarráðsins segir að Mjófirðingar vilji fiskeldi til að byggja upp atvinnu á staðnum, eins og austurfrett.is greindi fyrst frá.

Íbúar í Mjóafirði eru 13 talsins. Í kynningu Visit Austurland segir að Mjóifjörður sé þekktur fyrir ósnortna náttúru. „Í landi sem er þekkt fyrir ósnortna staði sem eru úr alfaraleið, má samt færa rök fyrir því að Mjóifjörður sé sá afskekktasti.“

Bæjarráð Fjarðabyggðar sendi nýlega frá sér bókun þar sem ítrekaðar voru fyrri bókanir þess efnis að mikilvægt sé að bjóða sem fyrst út leyfi til eldis í Mjóafirði.

Ragnar Sigurðsson Sjálfstæðisflokki Mjóifjörður
Vill fiskeldiRagnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar, vill fá fiskeldi í Mjóafjörð.
Mynd: Fjarðabyggð.

Hér áður fyrr var það þannig að fiskeldisfyrirtæki óskuðu sjálf eftir leyfum innan þeirra reglna er þá giltu, en því var síðan breytt fyrir sex árum í þá átt að eldissvæði yrðu boðin út.

Reglugerð varðandi útboðin, er kveður á um að ráðherra ákveði hvenær sem og hve mörgum eldissvæðum sé úthlutað, tók gildi fyrir fimm árum síðan.

Samkvæmt Austurfrétt liggur fyrir burðarþolsmat á Mjóafirði um að þar sé hægt að ala tíu þúsund tonn af laxi, en matið hefur hins vegar ekki verið uppfært og þá hefur málið einnig strandað á því að ný lög um lagareldi hafa ekki verið samþykkt. Er staða þeirra reyndar óljós eftir ríkisstjórnarskiptin í vetur.

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, telur að lögin eigi ekki að geta hindra útboð í Mjóafirði:

„Lögin hafa áhrif en það ætti ekki að stranda á þeim. Mjóifjörður er nýtt eldissvæði sem fellur undir útboðsskyldu. Það eru ýmsar ástæður en að mínu viti eru færri ljón í veginum en oft áður. Í raun strandar þetta ekki á öðru en pólitískum vilja ráðherra.“

Segir Ragnar að áhugi sé hjá fiskeldisfyrirtækjum að hefja starfsemi í Mjóafirði, og einnig á meðal íbúa þar:

„Í Mjóafirði hefur áður verið fiskeldi. Íbúar hafa kallað eftir atvinnuuppbyggingu og þar er laxeldi meðal þess sem kemur til greina.“

Fram kemur í bókun bæjarráðs að „núverandi kyrrstaða sé ekki í samræmi við jákvæða byggðaþróun, né heldur þá ábyrgð sem fylgi því að styðja við brothættar byggðir.“

Hafa kannanir sýnt að 60 til 70 prósent Íslendinga séu á móti fiskeldi í opnum sjókvíum, en andstaðan er þó minni á Austurlandi sem og Vestfjörðum, þar sem mest eldi er stundað, en í öðrum landshlutum:

„Landsmenn hafa efasemdir en minnsta andstaðan er þar sem menn hafa séð ávinning af eldinu. Mjófirðingar hafa séð ávinning af eldi annars staðar í Fjarðabyggð og þurfa atvinnuuppbyggingu til að snúa við byggðaþróuninni. Þess vegna held ég að laxeldi sé einmitt það sem Mjófirðinga vantar.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

Fyrir aðeins 200 milljónir króna getur það orðið þitt
Morðmáli Margrétar Löf frestað
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael
Heimur

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir
Innlent

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir

Vandræðagemlingur handtekinn á bráðamóttökunni
Innlent

Vandræðagemlingur handtekinn á bráðamóttökunni

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín
Heimur

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Fyrirtækið hefur vanrækt tilmæli Heilbrigðiseftirlits Austurlands í eitt og hálft ár.
Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum
Landið

Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum

Akureyrarbær býður foreldrum á kynlífsfræðslu Siggu Daggar
Landið

Akureyrarbær býður foreldrum á kynlífsfræðslu Siggu Daggar

Loka auglýsingu