1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

4
Menning

Addison Rae í Breiðholti

5
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

6
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

7
Menning

Kókómjólkin hans Króla

8
Skoðun

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

9
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

10
Innlent

Ógnandi djammari handtekinn eftir slæma hegðun

Til baka

Þetta er ánægðasta fólk landsins

Er kannski best að kjósa Framsókn, eldast og fara í sambúð?

Eldri hjón
HamingjanEldra fólk finnur hamingjuna mun fremur en aðrir.
Mynd: Shutterstock

Rannsókn hefur verið birt á ánægju Íslendinga í fyrsta sinn í meira en áratug hjá Gallup. Árið 2025 eru Íslendingar mun „ánægðari með lífið“ en áður og segjast 85% ánægð. Árið 2014 voru það 74% en neðst fór ánægjan í 69% árið 2012.

Þess ber þó að geta að í ár var könnun Gallups gerð í vormánuðinum apríl, sem var sá hlýjasti á öldinni, en fyrri kannanir voru gerðar í október, nóvember og desember, með meiri og vaxandi dimmu.

Gallup deilir niðurstöðum sínum niður á mismunandi hópa, meðal annars aldur, stjórnmálaskoðanir og sambúðarform.

Þetta eru þeir hópar sem mælast ánægðastir.

Sigurður Ingi Jóhannsson

1. Framsóknarfólk

Er það sveitin, sýnin eða Sigurður Ingi? 97% Framsóknarfólks er ánægt með lífið og aðeins 2% óánægt. Þess ber að geta að þeim hefur fækkað svolítið síðustu árin og því úrtak minna og skekkjumörk meiri. Þau eru orðin fágætari.

Eldri maður líkamsrækt

2. Þroskaða fólkið

Þau sem eru orðin 67 ára eru annað hvort miklu harðari af sér eða mun hamingjusamari. Aðeins 2% þeirra segjast óánægð með lífið, en 92% eru ánægð. Þau gefa lífinu ágætiseinkunn.

3. Barnlaus, miðaldra pör

Hver hefði haldið að þetta væri lykill að hamingjunni? Af fólki á aldrinum 46 til 66 ára sem ekki er með börn á heimilinu segjast 90% ánægð með lífið, en það fellur niður í 84% ef börn eru á heimilinu, sem þá eru gjarnan orðin vel stálpuð og hugsanlega fjárfrek.

Jón Atli Benediktsson og Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands

4. Háskólafólk

Þau sem klára háskólagráðu verða á óútskýrðan hátt hamingjusamari. 91% þeirra eru ánægð með lífið, en bara 79% grunnskólagenginna.

Sjálfstæðisflokkurinn klippt

5. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins

91% þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru ánægð með lífið. Þó er eins og með Framsóknarmenn, að þeim hefur fækkað. Sömuleiðis eru þeir eldri og þar með þroskaðri en meðaljón.

Maður dekraður Samband Hjónaband

6. Karlar í sambandi

Af einhverri ástæðu mælast karlar í sambúð eða hjónabandi ánægðari með lífið en konur í sömu stöðu. 90% þeirra eru ánægðir með lífið og aðeins 3% óánægðir. Hins vegar eru 7% kvenna í sambandi eru óánægðar með lífið.


Komment


Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

jesusrúta
Myndband
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Aki Yashiro
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu