1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

3
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

4
Menning

Addison Rae í Breiðholti

5
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

6
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

7
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

8
Peningar

Hagnst um 70% meira

9
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

10
Grein

Þetta er óánægðasta fólk Íslands

Til baka

Þetta er óánægðasta fólk Íslands

Sumt kann að koma á óvart, en annað síður.

Óángæður ósáttur hamingja maður karlmaður
Ósáttur karlmaðurEinstæðir karlmenn eru sá hópur sem sýnir minnsta ánægju og næst mesta óánægju með lífið. Myndin er sviðsett.
Mynd: Shutterstock

Sumt kann að koma á óvart, en annað síður.

Ný rannsókn á ánægju Íslendinga hefur verið birt. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 sem Gallup birtir sambærilega könnun. Í sundurliðun á niðurstöðum sést hvaða hópar það eru sem upplifa mesta ánægju og hverjir minnstu. Taka ber fram að ekki þarf að vera orsakasamhengi að ræða þótt fylgni sé til staðar. Til viðbótar ber að athuga ánægjustigið getur verið frekar orsök en afleiðing.

1. Kjósendur Sósíalistaflokks Íslands

23% þeirra eru óánægðir með lífið. Allt bendir til þess að það sé ástæða þess að þeir kjósa miklar breytingar. Flestir þeirra, 71% eru þó ánægðir með lífið.

2. Einstæðir karlmenn

Karlar sem eru ekki í sambúð eða hjónabandi eru næstlíklegastir allra hópa til að vera óánægðir með lífið. 17% þeirra eru það. Sömuleiðis eru fæstir þeirra ánægðir með lífið af öllum, eða 64%.

3. Einhleypir miðaldra

Fólk frá 35 til 66 ára sem býr eitt er flest ánægt með lífið, en 14% þeirra eru óánægð.

4. Fólk með grunnskólapróf

Mun fleiri eru ánægðir með lífið sem hafa háskólapróf og menntaskólapróf en hinir. 13% fólks með grunnskólapróf er óánægt með lífið, en bara 4% hinna. Samt eru 79% grunnskólamenntaðra ánægð með lífið, en þó 85% menntaskólagenginna og 91% háskólagenginna. Sennilega er sama ástæða fyrir því að fólk getur sótt sér aukna menntun og að fólk sé ánægt.

5. Ungt barnafólk

Hvort sem það er skortur á leikskólaplássi eða of stór skammtur af Hvolpasveitinni, er 12% fólks á aldrinum 18 til 45 ára með börn óánægð með lífið. Sennilega er þó álag og fjárhagsáhyggjur lykilþáttur í óánægjunni, eins og öfugt er með eldra fólk og Sjálfstæðismenn, sem eru meðal þeirra ánægðustu.

6. Sambandslausar konur
Einstæðar konur eru mun ánægðari með lífið en karlar sem ekki eru í sambúð. Sömuleiðis eru karlar sem eru í sambúð ánægðari en konur í sambúð. Til allrar hamingju fyrir karlmenn eru þó konur í sambúð almennt ánægðari en konur utan sambúðar.

Almennt eru Íslendingar mun „ánægðari með lífið“ 2025 en áður og segjast 85% ánægð. Árið 2014 voru það 74% en neðst fór ánægjan í 69% árið 2012.

Þess ber þó að geta að í ár var könnun Gallups gerð í vormánuðinum apríl, sem var sá hlýjasti á öldinni, en fyrri kannanir voru gerðar í október, nóvember og desember, með meiri og vaxandi dimmu.


Komment


Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Slúður

Röng skráning útgerðarmanna

Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Ný frétt
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti