1
Innlent

Svava finnst ekki á Spáni

2
Pólitík

Magnús farinn í veikindaleyfi

3
Innlent

Þóra segir Stefán Einar róta í sorpi

4
Fólk

Hörður segir Megas hafa ítrekað gengið fram af björgum vandlætingamanna

5
Peningar

Sif sektuð um 100 þúsund krónur

6
Heimur

Sérfræðingar vara við nýjum heimsfaraldri

7
Innlent

Atli Fannar segir óþarfi að rífast um „woke“

8
Peningar

Lífeyrissjóðirnir tapað 750 milljörðum á árinu

9
Pólitík

Tengdamamman fyrrverandi fullyrðir að Eiríkur hafi verið 15 ára

10
Skoðun

Þegar mesti málsvari jaðarsettra mætti Trump og Jordan Peterson

Til baka

Þóra segir Stefán Einar róta í sorpi

Miklar umræður hafa skapast um vókmenningu á Íslandi og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir telur að þjóðin hafi vókað yfir sig

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar Stefánsson stýrir þættinum SpursmálHann þykir harður í horn að taka
Mynd: Skjáskot / mbl.is

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu, skrifar pistil í dag um hina svokölluð vókmenningu og setur það í samhengi við samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og rithöfundarins Hallgríms Helgasonar á Samstöðinni.

Þar afneitaði Sólveig vókmenningu og því sem fylgir henni og kallaði Hallgrímur hana Trumpista i framhaldinu en baðst reyndar afsökunar á því síðar.

„Eins hvers staðar í baksýnisspeglinum grillir í upphaf woke tímabilsins og meToo byltingarinnar sem jákvæðs afls, valdeflingar þar sem að sjónir beindust að mannréttindum svartra, lesbía, homma, transfólks og annarra útsettra jaðarhópa, kynþáttafordómum, kynferðislegu ofbeldi og kúgun. Og það var mikilvægt,“ skrifar Þóra.

„Þeir sem áður höfðu enga rödd, fengu rödd, vald og áhrif, skiluðu skömminni og köstuðu af sér hlekkjunum,“ heldur hún áfram en segir að markaðshyggjan hafi sigrað og brennan hafi logað glatt.

„Allskyns "áhrifavaldar" tóku að sér, sjálfum sér til dýrðar, að vera böðlar á samfélagsmiðlum, Fleiri og fleiri fengu að kenna á því fyrir æ minni eða óljósari sakir. Fjölmiðlar nutu góðs af, stjórnmálin hrukku í gírinn enda var þetta bæði samfélagslega viðurkennt en síðan var þetta líka sniðugt tæki til að koma pólitískum andstæðingum fyrir kattarnef sem og samherjum sem þvældust fyrir á leið upp metorðastigann.“

Næst hafi tekið við ógnarstjórn góðmennskunar að mati Þóru. Fólk hafi í orðið hrætt að tjá sig og að hægri menn hafi nýtt vókmenninguna til hins ýtrasta. „Siðfræðingur Morgunblaðsins varð nánast fjölmiðlastjarna á einni nóttu enda duglegur að róta í sorpinu,“ nefnir Þóra sem dæmi.

„Það er orðin þröng á þingi við bálið og áhrifavaldarnir, ölvaðir af lækum og deilingum á samfélagsmiðlum, fleygja stundum hver öðrum á bálið, ýmist til að glæða logana eða fá meira olnbogarými sjálfir. Og allir sem gagnrýna brennufólkið eða finnst of harkalega gengið fram geta líka gert ráð fyrir að lenda í logunum.

Núna er Sólveig Anna formaður Eflingar, kallaður trumpisti og mannhatari fyrir að gagnrýna, harðasta wókið. Það er auðvitað hlálegt í ljósi þess að Efling er það verkalýðsfélag sem raunverulega hefur lagt sig í framkróka við að valdefla og styrkja hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu,“ skrifar hún um formann Eflingar og hennar samskipti við Hallgrím.

Þóra telur að byltingin sé búin að éta börnin sín og að ungt fólk í dag sé dómharðara og hægri sinnaðra en áður. Þá trúi það ekki lengur á lýðræði.

„Ofbeldi og kúgun leiða alltaf af sér meira ofbeldi og kúgun, líka þegar góða fólkið heldur á vendinum.

"Woke" var í eðli sínu fallegt afl en það hefði aldrei átt að snúast um slaufun, kúgun og refsingar. Vegna þess að það býður heim, öfgum, hræðslu og hættulegri skoðanakúgun sem við sjáum hin nýju fasísku öfl vera að nýta sér til framdráttar.

Við lentum í því að vóka yfir okkur.“


Komment


Séra Lilja Kristín
Fólk

Séra Lilja Kristín tekur við Íslenska söfnuðinn í Noregi

Dwayne Johnson
Myndband
Heimur

Dwayne Johnson uppfyllti hinstu ósk langveiks drengs

Anna Kristjánsdóttir
Fólk

Anna segir að til séu mörg orð yfir woke-isma á íslensku

Dyraverðir í Indiana
Myndband
Heimur

Dyraverðir gengu í skrokk á manni vegna 8 þúsund króna skuldar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Pólitík

Enginn þorir í Kristrúnu

Rafah
Myndband
Heimur

Aðgerðarsinnar krefjast þess að aðstoð komist til Gaza