1
Pólitík

16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu

2
Heimur

Victoria svaf óvart hjá bróður sínum

3
Fólk

Hrafndís bað um endurnýjun lyfseðils í bundnu máli

4
Pólitík

„Þau eru í sjokki og hrædd“

5
Menning

VÆB-bræður nálgast botninn

6
Pólitík

Össur segir að Guðrún Hafsteins þurfi að spara sig

7
Heimur

Spánverjar íhuga að krefjast brottreksturs Ísrael úr Eurovision

8
Innlent

Maður fluttur á bráðamóttökuna eftir að bor stakkst í læri hans

9
Innlent

Heimilislausir karlmenn í Reykjavík greindir með berkla

10
Innlent

Eldur olli miklu tjóni í fjölbýlishúsi

Til baka

Þræðir Silfursins

Ólöf Skaftadóttir Silfrið
Ólöf SkaftadóttirReynd fjölmiðlakona sem nú er farin í almannatengsl.
Mynd: RÚV Skjáskot

Bylgja óánægju hefur risið eftir Silfrið á RÚV í gærkvöldi. Þar valdi Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona RÚV, álitsgjafa í settið til að ræða mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur og þátt RÚV í því. Nánar tiltekið var rætt hvort of langt hefði verið gengið í fyrstu frétt Sunnu Karenar Sigþórsdóttur verðlaunafréttakonu um málið með fullyrðingum og tilvísunum í brot á lögum sem stóðust illa nánari skoðun.

Í settið valdi starfsmaður RÚV annan starfsmann RÚV. En sömuleiðis fékk þar sæti Ólöf Skaftadóttir, hlaðvarpsstýra og almannatengill. Bæði vörðu fréttaflutning RÚV, jafnvel svo að aðrir til kallaðir áttu erfitt með að komast að.

Ekki kom þar fram að Ólöf er vinkona og fyrrverandi samstarfskona Sunnu Karenar, sem vann fréttina. Þær voru meðal annars meðritstjórar á Fréttablaðinu 2018. Þannig má til dæmis sjá mynd af þeim á mbl.is nýlega þar sem armur Ólafar er utan um þá fyrrnefndu í framboðsgleði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem er dóttir stjórnarformanns útgáfufélags Morgunblaðsins. Sú fékk einmitt sendan tölvupóst frá konunni sem tilkynnti forsætisráðherra um ástarmál Ásthildar Lóu til að koma henni úr embætti. Sunna var þó í boðinu sem fréttakona og Áslaug hefur fullyrt að hún hafi ekki brugðist við ábendingunni um pólitíska andstæðinginn.

Landið er lítið og þræðirnir margir og úr þeim hafa spunnist samsæriskenningar um að það hafi þótt henta ágætlega fyrir málstaðinn að þessi nýjasta frétt um fulltrúa Flokks fólksins kæmi úr trúverðugri átt frekar en að vera hluti af langri fréttaröð Morgunblaðsins um Flokk fólksins.


Komment


shutterstock_2364585931
Heimur

Fjögur börn drepin í loftárásum Bandaríkjanna

Ed Westwick leikari og Amy Jackson
Fólk

Vafasamur Íslandsvinur eignaðist sitt fyrsta barn

heidar-orn-sigurfinnsson
Innlent

RÚV telur sig ekki þurfa að leiðrétta umfjöllun um Ásthildi Lóu

Lady Gaga
Fólk

Brimbrettafyrirtæki fer í mál við Lady Gaga

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Kristján Sívarsson dæmdur í tveggja ára fangelsi

Grétar Matt
Menning

Grétar Matt lét áratuga draum rætast

Jóhann Páll Jóhannsson
Pólitík

Umdeildur aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu fundaði með Jóhanni Páli

Lögreglan
Innlent

Leigubílstjóri sakaður um líkamsárás