
Alls gista þrír í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan sinnti rífleag 80 verkefnum frá klukkan 05:00 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Tilkynning barst til lögreglunnar sem annast Austurbæinn, Vesturbæinn, miðborgina og Seltjarnarnesið, um fíkniefnasölu úr bíl. Lögreglan mætti á vettvang og ræddi við meintan fíkniefnasala. Engin efni fundust hins vegar.
Tvær rútur lentu í árekstri í miðborginni en þrír slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús.
Þá fékk lögreglan sem sinnir verkefnum í Garðabæ og Hafnarfirði tilkynningu um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók á ljósastaur. Engar frekari upplýsingar voru gefnar upp í dagbókinni. Þá varð umferðaslys á Reykjanesbraut í Hafnarfirði og mætti lögreglan og sjúkalið á vettvang. Ekki fylgdu frekari upplýsingar.
Lögreglan sem starfar í Kópavogi og Breiðholti barst tilkynning um ökumann sem ók á bifreið og stakk af vettvangi. Lögreglan er þó með upplýsingar um gerandann. Þá barst sömu lögreglu tilkynning um pöddufullan einstakling í verslunarkjarna en hann reyndist alveg ósjálfbjarga. Lögreglan fór á staðinn og kannaði málið.
Ekið var á gangandi vegfarenda við Reykjanesbraut og Breiðholtsbraut. Var hann fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Talsverð vinna er í gangi á vettvangi og má búast við lokunum í einhvern tíma. Lögreglan gefur engar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Komment