1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

5
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

6
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

7
Menning

Kókómjólkin hans Króla

8
Skoðun

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

9
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

10
Innlent

Ógnandi djammari handtekinn eftir slæma hegðun

Til baka

Þungarokkstónleikar til stuðnings fjölskyldu á flótta

„Kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við.“

No Borders Iceland
No Borders IcelandSamtökin standa fyrir tónleikum annað kvöld.
Mynd: Facebook

Klukkan 19:00 á morgun, föstudaginn 21. mars, verða haldnir tónleikar í Smekkleysu, þar sem hljómsveitirnar Geðbrigði, Dauðyflin og Gaddavír koma fram.

Samtökin No Borders Iceland standa fyrir tónleikunum en í lýsingu á viðburðinum segir:

„Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við.“

Um er að ræða fyrsta viðburðinn í tónleikaröð samtakanna sem ber heitið Tónleikar gegn landamærum. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta, samkvæmt viðburðalýsingunni á Facebook. Þar er fólk hvatt til þess að koma og eiga kvöldstund þar sem tónlist og aktivismi sameinast.


Miðaverð er 2.500 krónur, eða það sem fólk ræður við að borga en allur ágóði tónleikanna rennur beint til fjölskyldu á flótta sem stendur frammi fyrir brottvísun.


Komment


Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri