1
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

2
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

3
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

4
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

5
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

6
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

7
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

8
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

9
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

10
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Til baka

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Segist ætla að tryggja „yfirburði Bandaríkjanna í sjávarfangi“.

Donald Trump fiskveiðar
Trump leyfir veiðarFulltrúar frá Kyrrahafinu voru viðstaddir þegar Donald Trump undirritaði forsetatilskipun sem aflétti vernd af risastóru svæði vestur af Hawaii.
Mynd: AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf á fimmtudag út tilskipun um að opna Pacific Islands Heritage Marine National Monument, eitt stærsta hafsvæði heims sem verndað hefur verið, fyrir iðnaðarveiðum. Svæðið, sem nær yfir tæplega 1,3 milljónir ferkílómetra í Kyrrahafi um 1.200 kílómetrum vestur af Hawaii, var stofnað af George W. Bush árið 2009 og stækkað verulega af Barack Obama árið 2014.

Tilskipun Trumps kveður einnig á um að viðskiptaráðuneytið dragi úr reglum sem taldar eru hamla bandarískum sjávarútvegi, fiskeldi og fiskvinnslu. Innanríkisráðuneytinu var jafnframt falið að endurskoða önnur hafverndarsvæði með það að markmiði að kanna hvort þau megi opna fyrir fiskveiðum.

„Bandaríkin ættu að vera leiðandi í sjávarútvegi í heiminum,“ sagði Trump þegar hann undirritaði tilskipunina. Forsetinn lýsti því sem „hræðilegu og heimskulegu“ að fiskimenn á Kyrrahafseyjum væru neyddir til að ferðast í allt að sjö daga til fjarlægra fiskimiða vegna friðunarsvæða.

Ákvörðun forsetans hefur mætt gagnrýni umhverfisverndarsinna sem segja að þetta muni stofna viðkvæmu vistkerfi svæðisins, þar sem finna má kóralrif, sjaldgæfar sjávarskjaldbökur og hvali, í mikla hættu.

Maxx Phillips, framkvæmdastjóri hjá Center for Biological Diversity, Miðstöð líffræðilegrar fjölbreytni, á Hawaii og Kyrrahafseyjum, sagði í samtali við New York Times þetta vera „gjöf til iðnaðarveiðiflotans og vanvirðingu gagnvart vísindum og íbúum Kyrrahafseyja sem lengi hafa kallað eftir aukinni vernd þessara heilögu hafsvæða.“

Hafsvæði með vernd á Kyrrahafi
HafsvæðiðVerndarsvæðið liggur vestur af Hawaii og er markað með fjólubláum lit. Trump vill aflétta vernd á fleiri svæðum.
Mynd: U.S. Fish & Wildlife Service
Græn skjaldbaka sjávarskjaldbaka
Græn skjaldbakaSjávarskjaldbakan er skilgreind sem tegund í hættu, meðal annars vegna þess að hún festist í netum.
Mynd: Wikipedia

Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar hrósað ákvörðuninni og segja hana skapa mikilvæga atvinnu- og efnahagstækifæri fyrir íbúa Kyrrahafseyja og Hawaii. Aumua Amata Coleman Radewagen, fulltrúi Amerísku Samóa á Bandaríkjaþingi, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir ákvörðunina sem hún sagði vera lykilatriði fyrir framtíð atvinnulífs eyjanna.

Umhverfissinnar segjast ætla að höfða mál gegn ákvörðuninni. Þá segja þeir að lög um vernd tegunda í útrýmingarhættu og lög um hreint vatn myndu ekki nægja til að verja lífríki sjávar til lengri tíma.

Robert H. Richmond, fiskifræðingur við Háskólann í Hawaii, segir að verndarsvæðið virki sem banki fyrir önnur veiðisvæði sem ýti undir nýliðun fiskistofna. „Þetta eru raunverulega bankareikningar þar sem fiskarnir eru höfuðstóllinn og æxlun þeirra eru vextirnir.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Ali Reza Husseini játaði skýlaust fyrir dómi
Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Dreginn eftir bíl í ránstilræði
Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó
Heimur

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda
Heimur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Loka auglýsingu